Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Reykingamaður áfram í fangelsi

smoking-man.jpgÁ visir.is er greint frá því að Hæstiréttur hafi staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem stal 365 sígarettupökkum og einhverju af vindlum. Þetta er það sem meðal reykingarmaður reykir á einu ári. Það er gott að Hæstiréttur tekur svona mál föstum tökum meðan minniháttar krimmum eins og nauðgurum og öðrum ofbeldismönnum er umsvifalaust sleppt. Þökk sé Hæstarétti getum við sofið áhyggjulaus þar sem búið er að taka reykingamanninn úr umferð. visir.is

Þetta er allt að koma

"Spáð er aukinni einkaneyslu 2010"

"Raunverulegar horfur á bata"

"Bílasala jókst umtalstvert í ágústmánuði"

Þetta las ég í viðskiptablaði Moggans í morgun.... en því miður, þessar fyrirsagnir eiga ekki við um Ísland. Hins vegar er hugsanlegt, að ef við höldum vel á spilunum, geta þetta orðið fyrirsagnir um stöðuna á Íslandi  eftir 25 ár  ef Mogginn verður enn á lífi þá eða einhver verður eftir á landinu til að lesa þær.


Enga samkeppni takk, hún er bara fyrir aðra

„Sementsverksmiðjan vill síður en svo flæma Aalborg Portland úr landi" segir Gunnar H. Sigurðsson. Kanski vill hann ekki að fyrirtækið sem slíkt fari eitt eða neitt en klárlega vill hann flæma þá frá allri samkeppni. Næstum sami hluturinn.
mbl.is „Viljum síður en svo flæma Aalborg úr landi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband