Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Hverjir eru í Magma skúffunni í Svíþjóð?

Rétt til getið. Finnur Ingólfsson og Bjarni Ármannsson.
mbl.is Hróp gerð að borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við þekkjum þetta

Erlendis er vísast fyrir okkur að tala Esperanto til að losna við áreiti.
mbl.is Danir beri ekki dönsk tákn í útlöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það þarf að ryðja borðin

Megi hann sigla í þrot með sitt loftbólufyrirtæki.
mbl.is Milestone reynir nauðasamning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á að kyssa fánann líka

Það fór um mig hrollur þegar ég las um tillögu Borgarahreyfingarinnar um að sverja hollustueið við hreyfinguna. Hvernig verður þessi serimónía, fáninn kysstur og handleggnum lyft ? Svo mikið er víst að ég mun aldrei ganga yfir þessa brú sem hreyfingin er með í smíðum.
mbl.is Tillaga þingmanna féll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stubbur vill vera stór

russia.jpgFjárglæframaðurinn og fyrrum konsúll í St. Pétursborg, Magnús Þorsteinsson vill verða stór á ný. Vinir hans Björgólfur Thor og Björgólfur Guðmundsson, sem eru í sama stéttarfélagi ætla að halda því til streitu að ákæra blaðamenn. Magnús vill nú ekki ekki vera minni maður en þeir feðgar og yfirbýður þá með því að krefjast 4-5 milljóna í skaðabætur frá blaðamönnunum. En stubbur verður aldrei stór aftur. Hann mun finna fyrir þeirri nöturlegu staðreynd þegar hann sest andspænis hinum vörpulega saksóknara Ólafi Þór Haukssyni.

Vinsamlegast ekki opna munninn

Ég frábið mér allar spár frá þessum banka sem áður hét Glitnir, í ljósi þeirra lyga sem hann hefur boðið þjóðinni upp á síðustu árin. Það ætti umsvifalaust að leggja þessa s.k. greiningardeild niður. Þjóðin þarf enga falsspámenn úr bankageiranum framar.
mbl.is Spá kreppu hér næstu árin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Örlítil glufa

Það var þá lokins eitthvað sem gat dregið úr tortryggni minni gagnvart FME. Held að Gunnar sé mætur maður og veitir örlítið nákvæmari upplýsingar um það sem er í gangi en tíðkast t.d. hjá Sérstökum. Þetta veitir á gott. En enn er þetta bara örlítil glufa til að leyfa okkur að finna smá keim af ýldulyktinni. Ég bíð spenntur með gasgrímuna, eftir því að hurðin verður opnuð upp á gátt.
mbl.is Mörg dæmi um lögbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er þessi saksóknari að gera?

saksoknari.jpgÁ vef DV. kemur fram að mál gegn Kristni Hrafnssyni fréttamanni sé  fyrsta sakamálið sem kemur inn á borð Ólafs Haukssonar, sérstaks saksóknara. Ef satt reynist, hefur þessi maður ekki verið að gera nokkurn skapaðan hlut, sem máli skiptir, gagnvart stórglæpamönnum hrunsins. Er þá verið að blekkja almenning, og embættið bara sýndarmennska og sérsniðið að að þörfum þeirra sem okkur var talin trú um að ætti að rannsaka. Verðum við bloggarar ekki næstir inn á borð Sérstaks ?

Þetta er sem sagt leyfilegt

Stjórnvöld hafa greinilega ekkert við þetta að athuga. Það á að halda áfram á braut spillingarinnar og nú með fullu leyfi og vilja stjórnvalda. Er ekki bara sjálfsagt að heimili geti fengið sér kennitölu og síðan breytt að vild ?
mbl.is Steinar Waage, Skór.is og Ecco undir nýja kennitölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Holdgervingar hófsemdar

Þeir fara ekki fram á mikið. Eina millu á kjaft. Þessir fjárglæframenn hafa hingað til ekki getað talað um neitt minna en milljarð. Haf þeir farið í meðferð ?
mbl.is Karl höfðar mál gegn fréttamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband