Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Hvað er þessi gaur að vilja upp á dekk ?

sigurjon.jpgEinn helsti fréttaskýrandi Morgunblaðsins um þessar mundir, Sigurjón Árnason, er að rýna í kristalskúluna. Ég hef ekki nokkurn áhuga á að lesa spádóma Sigurjóns Árnasonar um IceSafe skuldir. Ég vil hins vegar fá upp á borðið alla hans aðkomu að þessu fáheyrða spilavíti Landsbankans.

Ljúkum kreppunni strax

babycry.jpgÉg er alveg búinn að fá nóg af þessari kreppu. Kreppu sem enginn vill losa okkar undan, ekki einu sinni stjórnvöld. Eftir að að hafa leitað fanga víða m.a. í bloggheimum blasir lausnin við: Lækka skatta, hækka laun, skapa þúsundir nýrra starfa, auka útflutning, stórauka hvalveiðar, skrúfa niður verðbólguna, færa vexti niður í 0%, afskrifa öll lán og afnema verðtryggingu. Af hverju vilja stjórnvöld ekki sjá þessar einföldu lausnir? Íslendingar hljóta að geta fixað þetta allt á einum degi ef Guði tókst að skapa heiminn á sjö dögum.

Bakkabræður beittir ofbeldi

bakki_854766.jpg

Í papírusútgáfu Morgunblaðsins í dag fer annar Bakkabræðra, Lýður Guðmundsson, mikinn í sjálfsvorkunn. Þetta segir hann m.a. "Þetta eru skemmdarverk og ofbeldisverk . Aðgerðir skilanefndar bankanna miða að því að ná sem mestum verðmætum til bankanna (bankanna sem landsmenn eiga)  Þetta virðist snúast meira um persónur en viðskiptalegar forsendur. Þær ganga út á græðgi ríkisin". Síðan klikkir hann út með, "Það er einhver krafa í þjóðfélaginu um að losna þarf við ákveðna menn".

Þar hittir hann naglann á höfuðið, auðvitað þarf viðskiptalífið að losna við menn eins og Lýð. Það er með ólíkindum hann skuli tala um að græðgi. Hvað rak þá Bakkabræður áfram sínu braski, að sjálfsögðu græðgi og ekkert annað og nú er komið að uppgjörinu.


mbl.is Framtíð Exista skýrist í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óþarfa ráðning

Hvers vegna að leita langt yfir skammt og nýta ekki í staðinn einhvern hinna fjölmörgu hæfileikaríku, sem nú þegar eru til staðar á LSH ?
mbl.is Einar Karl ráðinn til Landspítalans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona talar maður ekki við íslenska embættismenn

angry.jpgEmbættismönnum í ráðuneytum efnahagsmála er brugðið. Josefsson hinn sænski á það til að reiðast á fundum, birsta sig og það sem er enn verra, tala tæpitungulaust. Íslensku embættismennirnir eru ekki vanir slíku. Þeim er brugðið og þeir eru hneykslaðir. Þeir hafa alla tíð staðið í þeirri trú að þeir væru að vinna að málum sem varðaði söfnunarbauka í einhverjum smákirkjum landsins og slíkt kallar ekki á neinn ofsa.
mbl.is Tafir á uppskiptingu milli nýju og gömlu valda titringi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslensk hógværð

 

sn-sommelier-2th_jpg.jpg

Það  fylgdi sögunni þegar gerð var húsleit í sumarhöll Ólafs Ólafssonar um daginn, að enginn var heima nema einkaþjónn Ólafs. Dæmigert fyrir íslenskan alþýðumann sem ekki berst á.

 


Já, já ég er alveg búinn að ná þessu

Það eru erfið verkefni framundan og þarf að skera niður. Ég er alveg búinn að fatta það. Þú ert búin að segja mér þetta daglega undanfarnar vikur. En hvar á að skera niður og hve mikið ? Svar óskast.
mbl.is Róttækar og erfiðar ákvarðanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttatilkynning frá þjóðhöfðingja

olafur.jpgAð sjálfsögðu lætur hann ekki ná í sig. Hann talar ekki við fólk, hann sendir út fréttatilkynningu eins og hrokafullur þjóðhöfðingi. Kanski lítur hann á sig sem alvöru þjóðhöfðingja t.d. á eyju eins og Tortola. Höfðingjar í slíkum stórveldum eru að sjálfsögðu alltaf heiðarlegir og mega ekki vamm sitt vita. Það ættu allir að vita.
mbl.is Rannsókn leiði í ljós sakleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hin sanna ímynd að koma í ljós ?

Nú eru það Hótelin sem eru undir smásjánni. Hvar sem borið er niður kraumar spillingin. Eigum við einhverja samleið með siðuðum löndum eins og Norðurlöndum lengur? Eru við ekki búin að fá langþráða ímynd, sem við verðskuldum. Spilltasta þjóð norðursins.
mbl.is Húsleit hjá hótelum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á útgerðarmaðurinn fiskinn ?

Ég get ekki betur séð en Ásgeir Valdimarsson í Grundarfirði líti á fiskinn í sjónum sem sína persónulega eign í þessum samanburði við húseigendur. Auðlindir landsins eru í eigu almennings en ekki einstakra manna.
mbl.is „Eigandinn heldur áfram að borga“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband