Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Ég trúi Jóhönnu

Jóhanna Sigurðardóttir sagði í viðtali við RÚV, að hún hafi hugsað sér að setjast í helgan stein. Hrunið sem síðna dundi yfir breytti viðhorfi hennar. Hún vildi gera það sem hún gæti til að hjálpa þjóðinni. Ég trúi henni fullkomlega. Ef t.d. Pétur Blöndal hefði sagt hið sama hefði ég bara flissað.

Að nota vald sitt

Áður en prófkjör Samfylkingarinnar hefur farið fram, hefur Ingibjörg Sólrún tekið frá 3 efstu sætin, fyrir sig, Össur og Jóhönnu. Hef grun um að þetta hugnist ekki öðrum frambjóðendum. Er ekki óþarfi að vera með nokkuð prófkjör?Samfylkingin verður að tefla fram fleiri einstaklingum gegn formanninum ef flokkurinn á ekki að hrynja.

Ögmundur fer að vilja heimamanna

LansinnMér sýnist að Ögmundur sé búinn að afturkalla allar niðurskurðartillögur forvera síns, Guðlaugs Þórs, í heilbrigðiskerfinu. Ögmundur segist fara að vilja heimamanna og afturkallar allar hugmyndir um sameiningu heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni. Eðlilega vilja heimamenn ekki niðurskurð í heilbrigðiskerfinu, það vill enginn. Mér er ekki kunnugt um að Ögmundur hafi spjallað við heimamenn í Reykjavík og kynnt sér vilja þeirra þegar niðurskurður á LSH var ákveðinn. Þegar upp verður staðið verður það trúlega Landspítalinn sem mun bera allar sparnaðarbyrgðarnar, eins og alltaf áður.

Röng ákvörðun

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vill verða áfram formaður flokksins. Hún vill ekki bregðast þjóðinni á ögurstundu segir hún. Hún er hins vegar að bregðast kjósendum flokksins. Málið er þetta að það er engin eftirspurn eftir henni um þessar mundir. Hún er of nátengd efnahagshruninu. Hún hefði að sjálfsögðu átt sýna þá visku að víkja til hliðar og styðja Jóhönnu til formanns. Það er a.m.k. vilji kjósenda ef marka má skoðanakannanir. Næstu skoðanakannanir um fylgi flokkanna munu glögglega sýna svart á hvítu, afleiðingar þessarar óskynsamlegu ákvörðunar Ingibjargar.
mbl.is Ingibjörg býður sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er verið að fela ?

Sérstakur saksóknari er fyrir löngu búinn að bretta upp ermarnar og vill fara að vaða í mál. Hillurnar standa hins vegar enn galtómar. Eftirlitsstofnanir láta honum ekki té neinar upplýsingar. Það læðist að manni sá grunur að þar sé eitthvað á ferðinni sem ekki þolir dagsins ljós. Það þarf kanski að auka valdheimildir Ólafs Þ. Haukssonar og gera honum kleyft að vaða inn í þessar stofnanir og taka þau gögn sem hann þarf á að halda.
mbl.is Tregða við upplýsingagjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Birgir enn og aftur

Birgir Ármannsson er aftur kominn í gír. Nú vill hann að umboðsmaður alþingis skoði hvort það standist lög að ráða norskan seðlabankastjóra. Litli fróðleiksmolinn, Sigurður Líndal, gaf honum vísbendingu. Ætlar þessi maður aldrei að loka munninum.

Engin vettlingatök takk

Nú er kominn tími til að fara úr silkihönskunum og setja upp járnglófana. Þjóðin ætti að leggja vel á minnið nöfn þeirra þingmann sem hugsanlega munu andæfa og tefja fyrir. Birgir Ármannsson er auðvitað sjálfgefinn í því sambandi.
mbl.is Tekið á skattaparadísum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skyggnigáfa

Nú bætast þeir Sigurður Einarsson og Hreiðar Már í hóp hinna rammskyggnu. En eins og fyrri daginn hlustaði enginn.
mbl.is Ekki brugðist við varúðarorðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var hann virkilega á hóteli ??

Hvar í ósköpunum átti maðurinn að sofa. Heima hjá Davíð kanski ?
mbl.is Bankastjórinn beið átekta á hóteli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afglapi

arni

Árni Mathiesen, á stóra sök á stærsta efnahagshruni í sögu þjóðarinnar. Þetta kallast, afglöp í starfi og gerandinn þar af leiðandi afglapi. Mér er skapi næst að kalla þetta glæp gegn þjóðinni. Menn hafa sagt af sér fyrir minni afglöp. En ekki Árni, þó hann vissi allan tímann að það voru einmitt orð hans, sem orsökuðu harkaleg viðbrögð Breta með skelfilegum afleiðingum fyrir þjóðina. Deginum áður en þetta er gert opinbert, ákveður hann bjóða sig ekki fram og ber fyrir sig klisjunni um þörf á nýliðun.

Menn sem með athöfnum eða orðum verða þess valdandi að annað ríki skipar okkur á bekk með hryðjuverkasamtökum eru ekkert annað en landráðamenn í mínum augum. Ég ætla bara að vona að þessi afglöp verði skráð með feitu letri í hvítbókina og refsing fylgi í kjölfarið.


mbl.is Hryðjuverkalög vegna samtals Árna við Darling
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband