Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Spói og Lóa í nefndina

Rosalega stendur mér á sama um hver stýrir þessari hallærislegu og fullkomlega óþörfu nefnd. Ég vil bara geta rölt um Þingvelli án þess að stjórnmálamaður sé að anda ofan í hálsmálið á mér. Má ég þá heldur biðja um Spóa og Lóu.
mbl.is VG fær formennsku í Þingvallanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forgangsröðunin

Nú beinist allur kraftur ríkislögeglustjóra í að finna þann sem lak lánabókinni. Krafan um að afhjúpa stærsta glæp Íslandssögunnar er látin víkja til hliðar til að verja hagsmuni fárra á kostnað þjóðarinnar. Það stendur ekki til að finna og refsa þessum glæpamönnum sem sökktu þjóðinni í kaf. Stjórnkerfið tekur það ekki í mál enda innvafið í glæpinn.
mbl.is Kaupþingsleki hjá lögreglunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dvalarheimili

Seðlabankinn hefur alltaf verið dvalarheimili fyrir afdankaða stjórnmálamenn. Hæfni í einhverju skiptir engu máli. Hvað heilvita þjóð hefði t.d. skipað fjárglæframanninn Finn Ingólfsson seðlabankastjóra ?
mbl.is Segir Davíð hafa skort sérfræðiþekkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjaldþrota þjóð

Þetta verður boðskapurinn. Best að taka ofan sólgleraugun og horfast í augu við veruleikann eins og hann mun blasa við okkur í nokkra áratugi. Unga fólkið ætti að hugsa sér til hreyfingar til Evrópu meðan tími er til og við sem eftir erum getum komið okkur fyrir í torfkofum, japlað á fjallagrösum og róið fram í gráðið með Jóni Bjarnasyni.
mbl.is Verri fréttir en nokkur nefnd hefur þurft að færa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vita Kínverjar hvað þeir eru að gera ?

Hvaða Íslendingar eru þarna á ferð? Látið mig fá nöfnin og ég bjalla í kínverska sendiráðið ef ástæða er til.
mbl.is Enex Kína í sæng með Sinopec
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um að gera

Bjóðum öllum sem vilja, að koma og skoða íslensku svínastíurnar, og ekki væri verra ef þeir vildu hjálpa sérstökum saksóknara að hreinsa upp viðbjóðinn. Um leið geta þeir kynnst geggjaðri þjóð sem er ófær um að gera nokkuð sjálf.
mbl.is Bretar bjóða aðstoð við rannsókn á bankahruni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt leikrit Birgis væntanlegt

birgir-armannsson-frett.jpgStórleikarinn Birgir Ármannssson sér nú góða möguleika á því, að 20. þáttur leikrits hans, Málþófið, komist á fjalirnar á Alþingi. Þetta hlýtur að verða mögnuð og tilfinningaþrungin uppfærsla, því hér er hjartans mál leikarans á ferðinni, nefnilega andstaða við kyrrsetningu eigna fjárglæframanna.
mbl.is Skatturinn fær að kyrrsetja eignir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ákærur strax

handcuff.jpgÉg þarf ekkert lögfræðilegt orðagjálfur til að sjá að hópur manna hefur með einbeittum brotavilja steypt heilli þjóð í glötun. Í mínum huga eru þetta ótíndir glæpamenn, sem á að handtaka og refsa umsvifalaust. Þetta er að a.m.k. ekki að vefjast fyrir Dönum og ef íslensk yfirvöld geta ekki rolast í þetta er full ástæða til að fá til aðstoðar Interpol eða aðra sem kunna til verka.
mbl.is Stjórnendur bankans ákærðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarni Ben í villta vestrinu

bjarni_benediktsson_jpg_340x600_q95.jpgAuðmaðurinn og formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson er æfur út af því, að bankaleyndin skyldi afnumin. "Vilja menn villta vestrið hér!!!" orgar hann. Málið er, að hann vill hafa villta vestrið hér á landi svo framarlega að engin lögreglustjóri sé að þvælast fyrir bófunum. Gott að fá afstöðu auðmannsins á hreint.

Fnykurinn leggst yfir heimsbyggðina

bad_smell.jpgKæfandi ýldulyktin frá Kaupþingi þrengir sér nú upp í nasir grandalausra Dana. Þeir hafa örugglega fundið daufan þefinn fyrir löngu en ekki trúað því að stækjan væri svona megn fyrr en búið var að opna Lánabókina.
mbl.is Danir æfir yfir lekanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband