Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Enn einn fótgönguliðinn stígur fram

Nú stígur enn einn skjalborgarmaður útrásarvíkinganna fram og ræðst með fúkyrðaflaumi gegn Evu Joly. Eva sjálf hefur sagt, að þetta væri alvanalegt í stórum rannsóknamálum, að fótgönguliðar séu settir upp á sviðið til að gera rannsakendur tortryggilega. Þetta er ekki tilviljun. Sigurður þjónaði um árabil helstu fjárglæframönnum útrásarinnar.
mbl.is Málflutningur Joly gagnrýndur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin góðgerðarstarfsemi

Nú ætla Bakkabræður að blása upp enn eina loftbóluna.
mbl.is Verksmiðja Bakkavarar gæti skapað 750 ný störf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miðaldra kallar plotta

Jónas Fr. Jónsson hóaði í vini sína, Pál Hreinsson og Tryggva Gunnarsson. Tilgangurinn var að hrekja hæfasta starfsmann nefndarinnarinnar, Sigríði Benediktsdóttur burt, svo ekkert yrði rannsakað, sem gæti hugsanlega skaðað Jónas. Þetta plott þeirra félaga mun ekki ganga upp af þeirri einföldu ástæðu að þjóðin leyfir það ekki. Burt með Pál og Tryggva og látum Sigríði sjá um málið.
mbl.is Vildu Sigríði úr nefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vill gera Evu að að einkaritara sínum

Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari er brandarakall dagsins. Hann hefur lagt til að gera Evu Joly að einkaritara sínum. Valtýr minn, farðu bara, ekki vera hindra framgöngu réttvísinnar meira en orðið er.
mbl.is Valtýr vill ráða Evu Joly
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi fáum við brátt að heyra alvöru hvelli

jolydynamite.jpgRíkissaksóknari sagði í blaðaviðtali nýlega, "að Eva Joly væri bara að að setja upp smá einka flugeldasýningu", Það hélt maðurinn að væri verkefni hennar hér á landi. En svo reynist hún vera gangandi dínamítkassi, hvorki meira né minna. Það er því ráðlegast fyrir Valtý Sigurðsson með stjörnuljósin sín, að vera ekki að þvælast fyrir þessari konu.
mbl.is Eva Joly er dínamítkassi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húrra fyrir Rögnu

Hún er ekki að tvínóna við hlutina húna Ragna. Ryður burt þessum gömlu úreltum hlunkum. Meira svona takk.
mbl.is Björn verður ríkissaksóknari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það stendur ekki til að upplýsa eitt eða neitt

Það þarf ekki fleiri orð um málið en þau sem Eva Joly segir: Það skortir viljann til að framkvæma rannsóknina af þeim krafti sem þarf til að upplýsa stærstu málin og draga þá sem ábyrgir eru fyrir dóm. Þetta veit þjóðin mæta vel. Það er þörf á enn einni búsáhaldabyltingu strax og í þetta sinn mega pottarnir vera úr stáli.
mbl.is Vill að ríkissaksóknari víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þú þarft ekki að afsaka eitt eða neitt Sigríður

Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur er sú eina sem sem ég treysti í þessari nefnd. Hún ber höfuð og herðar yfir gaurana tvo. Það er Jónas Fr. Jónsson og Páll Hreinsson sem eiga að biðjast afsökunar, auðmjúklega. Síðan má Páll segja af sér.
mbl.is Enginn persónulegur hagur af ákveðinni niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir eru að bola Evu Joly burt ?

Það er deginum ljósara að í stjórnkerfinu eru einstaklingar sem er umhugað um, að ekkert verði rannsakað varðandi hrunið. Þeir kæra sig ekki um að fá baneitrað spillingargumsið í andlitið á sér ef lokinu verður lyft af öskju Pandóru. Ég vil fá að vita nöfnin á þeim sem eru að bola henni úr starfi.
mbl.is Eva Joly íhugar að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er hann að derra sig ?

Jónas Fr. Jónsson, þú skalt ekki telja þig vera í þeirri stöðu, að geta krafist eins eða neins af þessari nefnd. Þinn tími er löngu liðinn sem betur fer.
mbl.is Hefur engin áhrif á vinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband