Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Blindur bæjarstjóri

Þó hann sé blindur sjálfur, hefur almenningur ágætis sjón og sér kraumandi spillinguna. Það þarf að gefa manninum öflug gleraugu eða hvítan staf svo hann geti fundið útgöngudyrnar.
mbl.is Sé ekki hvað ég hef gert rangt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann á ekkert erindi í nefndina

skilanefnd_860331.jpg

Páll Hreinsson sem situr í RANNSÓKNARNEFND ALÞINGIS, vegna bankahrunsins hefur krafist þess að Sigríður Benediktsdóttir, sem einnig situr í nefndinni segi af sér. Ástæðan er að fyrrverandi forstjóri FME Jónas Fr. Jónsson, kvartaði yfir ummælum Sigríðar sem birtust í bandarísku stúdentablaði. Þetta sagði hún og full ástæða að hafa þetta feitletrað:

Mér finnst sem [hrunið] sé niðurstaðan af öfgakenndri græðgi margra sem hlut eiga að máli og tómlátu andvaraleysi þeirra stofnana sem hafa áttu eftirlit með fjármálakerfinu og sjá áttu um fjármálalegan stöðugleika í landinu.
 
Er einhver vitiborinn maður sem getur ekki tekið undir þessi orð Sigríðar ? Og Páll á að rannsaka bankahrunið. Honum finnst hér ómaklega vegið að vini sínum Jónasi. Það er deginum ljósara að Páll, ef hann er ekki enn búinn að sjá þessar augljósu staðreyndir sem felast í orðum Sigríðar, á hann að segja af sér nú þegar. Hann á ekkert erindi í þessa nefnd.

Loksins

Beinist athyglin að þeim sem keyrðu Ísland í þrot. Áfram hústökufólk.
mbl.is Ruddust inn í Fríkirkjuveg 11
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

IceSafe höfðinginn er bjartsýnn

Hann hlýtur að hafa mismælt sig. Það sem hann ætlaði auðvitað að segja var, að samkomulagið verði ekki skuldabaggi á honum sjálfum, persónulega. Þessi höfundur IceSafe hryllingsins hugnast örugglega skilgreining Viktor Hugo á bjartsýni: "Bjartsýni er það að líta björtum augum á vandamál annarra"
mbl.is Segir eignir duga fyrir Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilhjálmur Egilsson heimtar ritskoðun

agnes.jpgAgnes Bragadóttir skrifar ágæta grein í Morgunblaðið, þar sem hún gagnrýnir þá fásinnu að atvinnurekendur sitji í stjórnum lífeyrissjóða. Einnig fjallar hún um hvernig sjóðirnir gömbluðu með fé sjóðsfélaga. Í dag skrifar Vilhjálmur ásamt nokkrum úr sama ranni harðort mótmælabréf, þar sem hann krefst þess að Morgunblaðið biðji hann afsökunar eða blaðið dragi fréttina til baka. Það væri nær að stjórnendur lífeyrissjóðanna bæðu almenna sjóðsfélaga afsökunar á því hvernig þeir fóru með fjármuni þeirra, fjármuni sem þeir áttu ekkert í. Ég ætla bara að að vona að blaðamenn haldi áfram að ganrýna óréttlæti og spillingu. Tími óttans er liðinn og fulltrúar fortíðar eins og Vilhjálmur verða að átta sig á því.

Þeir skulu borga

bankastjorar.jpgFyrrum eigendur og stjórnendur Landsbankans eiga að borga allt klabbið. Mér stendur algerlega á sama um hvort þetta er eitthvað skárri niðurstaða en menn bjuggust við. Þjóðin sem hvergi kom nærri þessu svívirðilega sukki á ekki að borga krónu. Þessir ásamt öðrum sem stofnuðu til þessa hryllings eiga að hreinsa upp eftir sig, Björgólfur Guðmundsson, Sigurjón Árnason og Halldór J. Kristjánsson. Það er þeirra skuld við þjóðina.
mbl.is Lægri vextir og lengri lánstími
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lostugar hugsanir

Mér tókst ekki að kreista fram neinar lostugar hugsanir þegar ég skoðaði þessar myndir. Kanski er bara ekki í lagi með mig og trúlega er ég gersneyddur öllu ímyndunarafli þar að auki.
mbl.is Ósátt við auglýsingabækling
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skilanefndarformaður í starfi hjá Ólafi Ólafssyni

glitnir.jpgÍ DV kemur fram að formaður skilanefndar Glitnis, Árni Tómasson, þiggur samtímis laun hjá Alfesca, sem er í eigu Ólafs Ólafssonar. Fyrir fundarsetu í Alfesca fær hann um 1 milljón króna fyrir utan 2-3 milljónir, sem hann fær sem skilanefndarformaður. Finnst ráðherra bankamála þetta vera eðlilegt og sjálfsagt ? Sjálfur er ég komin með upp í kok af allri þessari spillingu og græðgi, sem viðgengst í ríkisbönkunum, sem eru m.a. í minni eigu.

Mínar eru sorgir þungar sem blý

Fyrst hélt ég að þingmaðurinn væri að tjá sig um fráfall nákomins ættingja. En Pétur Blöndal er harmi lostinn vegna þess að stýrivextir lækkuðu ekki honum að skapi. Þarf Pétur ekki fá aðstoð málfarsráðunautar svo hann geti tjáð sig á viðeigandi hátt. Eða lýsir þetta bara innra eðli þingmannsins ?
mbl.is Pétur er harmi lostinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Keyrður í þrot

Ánægjuleg niðurstaða Hæstaréttar. Það bjargaði honum ekki að flýja til St. Pétursborgar. Armur laganna er lengri en ég hélt. Nú er bara að ná í skottið á Ólafi Ólafssyni áður en hann hyggur á flótta til Sviss.
mbl.is Hæstiréttur staðfestir gjaldþrotaskipti Magnúsar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband