Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Hópefli

Björgólfur hugsar daglega um iceSafe klúðrið. Það gerir þjóðin líka. Skildi þetta hópefli hugans ekki að fara skila sér í beinhörðum peningum fljótlega ?
mbl.is Hugsar daglega um Icesave-klúðrið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þjóðstjórn það sem koma skal ?

Mér sýnist að það gæti stefnt í þjóðstjórn. En það er auðvitað borin von að menn úr mismunandi flokkum geti talað saman á vitrænum nótum með hag þjóðarinnar fyrir brjósti. Flokkshagsmunir og almennur vanþroski þingmanna kemur í veg fyrir slíkt.
mbl.is Icesave gæti fellt stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rosalega stendur mér á sama

hvað þeir eru að bralla þarna í íbúðahverfinu Kópavogi. Mín vegna mega þeir velta sér í spillingarforinni eins lengi og þeir hafa gaman af. Sjálfur er ég bara sáttur við hana Hönnu Birnu í Reykjavík þó ekki séum við á sama róli hvað varðar pólitískar skoðanir almennt.
mbl.is Munnlegt samkomulag við FME
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlýtur að vera gott mál

Ef Birgir Ármannsson er á móti því.
mbl.is Ekki tími nýrra stofnanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engum er treystandi ekkert hefur breyst

Íslensk fyrirtæki í fullum rekstri halda áfram að auka á þrengingar þjóðarinnar með einbeittum brotavija. Samtök atvinnulífsins veifuðu fyrir helgi hlægilegum bæklingi um breytt og betra siðferði í viðskiptum. Spillingin grasserar innan íslensk viðskiptalífs sem aldrei fyrr. Það þarf að hreinsa burt þessa óværu og þá dugar ekkert notalegt spjall yfir kaffibolla hjá seðlabankastjóra. Það þarf miskunnarlausa hörku, annað skilja þessir siðspilltu forkólfar ekki.
mbl.is Fara framhjá gjaldeyrishöftum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alvöru glæpamenn munu sleppa

Bankinn með vinalega nafnið, Frjálsi Fjárfestingarbankinn, ætlar að sækja hann til saka. Það verða 6 ár í fangelsi og milljónir í sekt. Það mun ekki taka nema einn eða tvo þrjá mánuði fyrir bankann að ná þessu fram með endanlegum dómi í Hæstarétti. Á meðan flissa hinir einu sönnu myrkrahöfingjar útrásarinnar, sem rústuðu heilli þjóð dátt, enda full samstaða innan stjórnkerfisins að þeir verði aldrei dregnir fyrir dóm. Skjaldborgin um þá er pottþétt.
mbl.is Biður nágranna afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

100 ára fangelsi

Maðurinn sem rústaði húsið sitt getur átt yfir höfði sér allt að 6 ára fangelsi og miljónir króna í sekt. Hvað skyldu böðlar útrásarinnar fá mörg ár fyrir að rústa hundruðum fyrirtækja og húseigna á nokkrum dögum? Þannig að samræmis sé gætt finnst mér hæfilegt, 100 ára fangelsi auk milljarða í sektir.
mbl.is Eyðilagði íbúðarhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brýnt hagsmunamál

Þetta er lífsspursmál fyrir Reykvíkinga. Síðan þarf að byggja öfluga þyrlupalla og góða höfn fyrir snekkjurnar.
mbl.is Kanna kosti og galla golfvallar í Viðey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjöllukór á alþingi

Jæja Birgir Ármannsson hættur með leikritið sitt og nú stígur Sigmundur Davíð á svið og baular ámátlega við undirleik þingforseta. Lengi getur vont versnað.
mbl.is Bjölluspil í þingsal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hann slæmur í fótunum ?

Getur maðurinn ekki dröslað sér í vinnuna á eigin bíl á eigin kostnað eða jafnvel hjólað eins og venjulegt fólk gerir? Er þetta svo merkilegur maður og fótafúinn að skattgreiðendur þurfi að borga undir hann sérstakan lúxusjeppa til að hann komist á skrifstofuna?
mbl.is Afborganir af jeppa útvarpsstjóra tvöfölduðust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband