Hæstiréttur mun frelsa þá

Trúlegt er að Daníel Þórðarson og Stefnir Agnarsson muni áfrýja dómnum til hæstaréttar.  Þar eiga þeir hauka i horni. Ég er ekki í nokkrum vafa um, að Hæstiréttur muni ógilda dóminn umsvifalaust. Hæstiréttur verndar sína, ef ekki er um að ræða ketþjófa.
mbl.is Dæmdir fyrir markaðsmisnotkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða lagagreinum telur þú að lögfræðingar þessara manna myndu beita til að áfrýja úrskurði Héraðsdóm Reykjavíkur ef málið færi fyrir Hæstarétt?

Agla (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 16:05

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

frávísun vegna formgalla t.d. Þeir eru voða hrifnir af því þarna í Hæstarétti.

Finnur Bárðarson, 9.12.2009 kl. 16:08

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

nema þá að þessi á Bersastöðum gefi þeim syndaaflausn - er hann ekki að fara til Indlands í tanduri  og masala ?

Jón Snæbjörnsson, 9.12.2009 kl. 16:25

4 identicon

Ég er skelfilega ill að mér í þessu lagalega en ef Hæstiréttur myndi vísa "áfrýjun" þessa máls frá vegna formgalla, myndi þá dómur Héraðsdóma Reykjavíkur ekki standa?

Misskildu mig ekki. Ég er ekki að verja málstað þessara manna.. Ég vona einfaldlega að meðferð málsins í Héraðsddóm gefi ekki tilefni til áfrýjunar til Hæstaréttar.

Agla (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 16:32

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Auðvitað verða þeir sýknaðir. Hvað eru 300 milljónir milli vina?

Baldur Hermannsson, 9.12.2009 kl. 16:49

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Jón, hver veit nema að hann drösli þeim með sér. Agla, ég veit ekkert um lögfræði en hann Baldur hefur örugglega lög að mæla.......og svo verður mér stungið inn fyrir rógburð :)

Finnur Bárðarson, 9.12.2009 kl. 17:05

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kva????? Ég hélt þú sætir inni og værir að senda þetta úr djeilinu......

Baldur Hermannsson, 9.12.2009 kl. 17:31

8 Smámynd: Eygló

Þú líka, bróðir minn Finnur!

Hingað til hef ég alltaf verið sammála öllu sem þú hefur skrifað og látið frá þér. Meira að segja svo ánægð "slagorðið" þitt  - við höfundinn.
Farðu og klappaðu kettinum drengur, eða biddu hann að þæfa á þér axlirnar.

Þessir menn munu ekki sleppa!!! (sit þá inni með þér fyrir rógburð :)

Mál strákanna var ekki flókið, þannig að það komst fljótt/fyrr inní dómstólafæribandið og fyrst dæmt í. 
Önnur mál, flest gríðarlega flókin í rannsókn komast ekki í hakkavélina nærri strax.

Gott fyrir alla aðila (nema málarana sem taka að sér að mála skrattann)
Sakamál komið og dæmt
Sakamenn ekki þekkt nöfn
Landinn þakklátur fyrir að hreyfing sé komin. Af því að landinn sér ekki málin meðan þau eru í vinnslu og segja svo hver uppí annan að það sé bara "ekkert að gerast"

Elska þig nú samt ennþá

Eygló, 9.12.2009 kl. 17:31

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Aha, þeir eru kannski svo lítilvægir að það er í lagi að dæma þá?

Baldur Hermannsson, 9.12.2009 kl. 17:40

10 Smámynd: Eygló

jamm

Eygló, 9.12.2009 kl. 17:49

11 Smámynd: Finnur Bárðarson

Vonandi hef ég rangt fyrir mér Eygló. En ég..... Baldur ég er á reynslulausn

Finnur Bárðarson, 9.12.2009 kl. 18:47

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Frábært, ég veit þú spjarar þig.

Baldur Hermannsson, 9.12.2009 kl. 18:49

13 Smámynd: Kama Sutra

Ef þessir strákbjálfar eru Blástakkar þá sleppa þeir örugglega með hreinan skjöld frá Hæstarétti - annars ekki.

Við vanmetum ekki einkavinina og briddsfélagann í Hæstarétti...

Kama Sutra, 9.12.2009 kl. 18:58

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Húff Kama Sutra, hvílíkt hugarfar. Haltu þig við fornindverskar fagurbókmenntir.

Baldur Hermannsson, 9.12.2009 kl. 19:05

15 Smámynd: Kama Sutra

Kama Sutra, 9.12.2009 kl. 19:10

16 Smámynd: Kama Sutra

Án gamans - það er ekki að ástæðulausu sem fólk treystir illa dómstólunum í þessu bananalýðveldi.  Það er búið að raða einkavinunum á garðann í nokkra áratugi.

Kama Sutra, 9.12.2009 kl. 19:13

17 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þú hefur fylgst illa með. Jón Steinar var í hrópandi andstöðu gegn útrásarvíkingunum og Baugsmiðlarnir gagnrýndu skipun hans harðlega. Varstu erlendis þegar sá stormur geisaði? Þegar Hæstiréttur fríaði Bónusfeðga og þeirra hyski kom Jón hvergi nærri.

Baldur Hermannsson, 9.12.2009 kl. 19:16

18 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Hvaða svartsýni er þetta Finnur. Þú verður að hætta að horfa á fréttirnar í svona 2-3 daga og þá lagast þetta :)

Guðmundur St Ragnarsson, 9.12.2009 kl. 19:20

19 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já Finnur, farðu til Tenerife og ræddu málin við Sigurjón og hina útrásarkappana.

Baldur Hermannsson, 9.12.2009 kl. 19:34

20 Smámynd: Finnur Bárðarson

Auðvitað er þetta bölvuð svartssýni Guðmundur en hef ástæðu eins og Kama Sutra bendir á. Hm....Tenerife, ekki svo vitlaus hugmynd og hitta sérfræðingana.

Finnur Bárðarson, 9.12.2009 kl. 19:43

21 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Hvaða hvaða, ertu skrýtinn? Það er engin hætta á að þeir verði sýknaðir. Ég geri fastlega ráð fyrir því að dómurinn verði staðfestur án breytinga eða lítið breyttur.

Magnús Óskar Ingvarsson, 9.12.2009 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband