Mbl að geispa golunni

Ekki hef ég hugmynd um hvernig á reka dagblað eða vefmiðil. En mér segir svo hugur, að ritstjóri og útgefandi. þurfi a.m.k. að hafa brennandi áhuga, kraft, dirfsku og víðsýni og ekki síst áhuga á að gefa út blað. Það kann vart góðri lukku að stýra að ráða háaldraðan, geðstirðan og umfram allt reynslulausan ritstjóra í verkið. Ekki bætir úr skák ef útgefandinn á við sama reynsluleysi að glíma. Það mætti ætla að viðkomandi hafi alls engan áhuga á að gefa út dagblað. Nægilegt virðist vera að halda úti einhverju fyrirbrigði, sem kallast Morgunblaðið, nánast sem einhverju tákni um löngu liðna tíma. Svo er hægt að hrópa á fimmta glasi: "Blað allra landsmann". En hljómurinn er holur og ótrúverðugur og fáir nenna nú orðið að taka undir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er að verða býsna lélegt hér á bæ.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.10.2009 kl. 14:49

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Morgunblaðið fer líklega sömu leið og Seðlabankinn í gjaldþrot.

Andri Geir Arinbjarnarson, 14.10.2009 kl. 14:53

3 identicon

Sæll Finnur.

 Sumt er öðruvísi en ÆTLAÐ ER   

kVEÐJA.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 14:59

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

og fer öðruvísi en ætlað var

annars svo mikið sammála þér Finnur

Jón Snæbjörnsson, 14.10.2009 kl. 15:03

5 Smámynd: Auðun Gíslason

Soldið djúpt tekið í árinni að ritstjórinn sé háaldraður, en undir allt hitt vil ég taka!  Reyndar held að aldur sé afstætt.  Kannski urðu sumir menn aldraðir strax við fermingu.  Við það eitt að komast í fermingarfötin frá Gefjuni; fötin sem síðan varð þeirra vinnugalli!

Auðun Gíslason, 14.10.2009 kl. 15:04

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég er búinn að vera áskrifandi í fjölda ára og búinn að sjá allar hliðar. Skemmtilega spretti á síðustu mánuðum en þetta er dapurlegasta hliðin sem blasir við mér á morgnana. Auðun gat ekki setið á strák mínum, þetta með aldurinn :)

Finnur Bárðarson, 14.10.2009 kl. 15:20

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú orðar þetta býsna vel Finnur.

En vildi ekki í dag vera einn af þeim fjárfestum sem lögðu fé í MBL við endurfjármögnun og eigendaskipti blaðsins. Því eftir ráðningu ritstjórans er það hlutafé verðlaust.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.10.2009 kl. 16:04

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

"En ég vildi ekki í ....."

Átti það að vera

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.10.2009 kl. 16:06

9 Smámynd: Finnur Bárðarson

Eru þessir peningar hluthafa ekki bara klink í vasa þeirra. Axel. Sumir geta ausið út fé og þá skiptir greinilega engu máli hvort það er góð fjárfesting eða vond. Alltaf peningar til fyrir suma.

Finnur Bárðarson, 14.10.2009 kl. 16:24

10 Smámynd: Kama Sutra

Ætli þetta "Málgagn hræddra heimóttarsinna" verði ekki skroppið saman í fjórblöðung innan nokkurra mánaða?

Kama Sutra, 14.10.2009 kl. 19:49

11 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Það var gríðarlega lítið gáfulegt að ráða fyrrverandi forsætisráðherra og ég tala nú ekki um fyrrverandi Seðlabankastjóra sem stjórnaði bankanum í hruninu miðju. Ennþá dapurlegri var sú ákvörðun DO sjálfs að taka að sér starfið. Óskar Magnússon er ekki alveg að dansa í skynseminni hérna. Ég er svo lánsamur að hafa ekki lagt fram hlutafé í blaðið :)

Guðmundur St Ragnarsson, 14.10.2009 kl. 23:24

12 Smámynd: hilmar  jónsson

Do er að greiða sneplinum náðarhöggið....

hilmar jónsson, 15.10.2009 kl. 00:05

13 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn er að leggja línurnar fyrir framtíðar gamla ísland, þar sem hæfileikar munu ekki ráða för frekar en fyrri daginn... enn og aftur er það einkavinavæðing sem xD leggur mesta áherslu á.

DoctorE (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 08:35

14 Smámynd: Finnur Bárðarson

Eða í frímerki Kama Sutra

Finnur Bárðarson, 15.10.2009 kl. 15:24

15 Smámynd: Finnur Bárðarson

Guðmundur: Ég myndi heldur fjárfesta í lambaframleiðslu Brynjólfs Bjarnasonar. Það (hann) skuldar bara einn milljarð.

Finnur Bárðarson, 15.10.2009 kl. 15:25

16 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hilmar: Det blir snart ett minne blott

Finnur Bárðarson, 15.10.2009 kl. 15:25

17 Smámynd: Finnur Bárðarson

Doctor: Það er bara að halda áfram að grafa gröfina dýpra og dýpra.....

Finnur Bárðarson, 15.10.2009 kl. 15:26

18 Smámynd: Eygló

Fengu þeir sem felldu niður þriggja milljarða skuld Morgunblaðsins, hlutabréf í staðinn? Eða fengu þeir kannski hlutabréf sem kvittun. 

Það er víst svo ansi fínt taka og láta veð - í hlutum, sérstaklega í þeim fyrirtækjum sem sýslað er um í það skiptið.

Eygló, 17.10.2009 kl. 01:53

19 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég hef aldrei talið mig hafa sérstaka spádómsgáfu. þó rifjaðist upp fyrir mér, síðasta vetur þegar DO hrökklaðist úr Svörtuloftum, sá spádómur minn frá ca '97 - '99 að fall DO yrði jafn mikið og uppgangur hans.

ég hef ekkert á móti persónu hans. enda þekki ég hann ekki. grunar þó að hann sé skemmtilegur og traustur vinur vina sinna. óneitanlega er maðurinn þó umdeildur meðal almennings.

þegar fréttir bárust af ráðningu hans á Moggann spáði ég dauðdaga Moggabloggsins, a.m.k. í þeirri mynd sem það hefur verið. eins hélt ég því fram að Mogginn væri að fremja harakiri.

ég hef enga unun af dómsdagsspám og vona að bloggið hér lifi. þó er þetta mín tilfinning. vonandi ég hafi rangt fyrir mér.

Brjánn Guðjónsson, 17.10.2009 kl. 03:40

20 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

auðvitað á maður að stofna eitthvert göfugt fyrirtæki og víla svo bara og díla með eitthvað allt annað. svona eins og Brynjólfur lamba- og geitaræktandi, sem hvorki hefur ræktað eitt lamb né geit, en er á fullu að kaupa hlutabréf.

btw. hvað gerir Exista? hef alltaf haft á tilfinningunni að það sé bara félag um jakkafata- og bindisfundarunk.

Brjánn Guðjónsson, 17.10.2009 kl. 03:46

21 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það getur greinilega borgað sig peningalega séð að vera heimalningur Davíðs eins Brynjólfur. Mér sýnist að bloggið sé að missa alna kraft. Skilst að heimsóknir hafi hrunið. Menn eru víst að skoða eyjuna. En notendaviðmót moggabloggsins er það besta.

Finnur Bárðarson, 17.10.2009 kl. 14:05

22 Smámynd: hilmar  jónsson

Já Finnur, það lá algerlega fyrir að svona færi þegar Seðlabankastjórinn fyrrverandi tæki við ritstjórajobbinu.. Mbl er búið að vera. Það er ekki flóknara en það.

hilmar jónsson, 17.10.2009 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband