Hverjir eru á móti

Það eru svo sem ekki undur og stórmerki að 70 % Íslendinga séu hlynntir erlendri fjárfestingu. En þessi 30% sem vilja það ekki ? Er það liðið með útlendingafælnina ? Samtök Bjarts í Sumarhúsum ?
mbl.is 70% vilja erlenda fjárfestingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Finnur? Ertu viss um að það sé eitthvað að marka þessa könnun? Má ég benda þér á hvað þetta er ESB tengt?

Ekki er ég í neinum samtökum Bjarts í Sumarhúsum. En ég er á móti! Ég vil frekar að útlendingar kaupi af okkur fullvinnslu afurða af nýsköpun (s.b. nýtt hagkerfi með hámarksnýtingu á verðmætasköpun).

Það eru fullt af allskonar vörutegundum sem við gætum hafið framleiðslu á. Vörur sem útlendingar mun verða ólmir að kaupa af okkur í miklu magni. Þegar að það gerist þá högnumst við miklu meira en einhverjar smá prósentur í skatta sem við tækjum af erlendum fyrirtækjum (13%? eru smáaurar).

Guðni Karl Harðarson, 12.10.2009 kl. 14:59

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þetta var nú bara hugarflug út af fréttinni Guðni. Hins vegar held ég að það sé lífsspursmál að einhver vilji fjárfesta hér á landi. Við erum á vonarvöl. Reyndar efast ég um að einhver vilji fjárfesta þegar búið verður að sjúga síðasta orku dropann úr fossunum okkar. Við höfum ekki mikið annað að bjóða erlendum upp á.

Með kveðju

Finnur Bárðarson, 12.10.2009 kl. 15:07

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Kannski væru einhverjir tilbúnir að fjárfesta ef við færum inn í ESB? He, he. En út á það gengur fréttin líklega............

>Reyndar efast ég um að einhver vilji fjárfesta þegar búið verður að sjúga síðasta orku dropann úr fossunum okkar. Við höfum ekki mikið annað að bjóða erlendum upp á.

Við eigum fullt af verðmætum til að skapa sjálfir og klára til sölu! Ég gæti nefnt stóraukningu í framleiðslu á matvælum hverskonar eins og Lambakjöti, Grænmeti og fullt af afurðum sem við gætum auglýst sem hreina náttúruafurð. Síðan mætti nefna aukna Blómaframleiðslu og plöntuframleiðslu undir Gróðurhúsum og ýmsar aðrar vörur þar að lútandi. Bjór og Vínframleiðsla. Nóg eigum við af jarðvarmanum. Svo er það hinn sér íslenski og glæsilegi fulltrúi Íslands sem er Hesturinn okkar. Svo er það Laxinn. Framleiðsla á Rafbílum. Cameliu framleiðsla undir vindmillum og allskonar framleiðsla sem væri hægt að notast við ef við settum upp vindmillur hér og þar sem það hefði lítil sem engin áhrif á náttúruna.

 >Camellias are excellent for growing in cool conservatories and similar setups.>

>Bio Energy, solar power, wind power, wave power, geothermal power og tidal power.

Guðni Karl Harðarson, 12.10.2009 kl. 15:48

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Jæja Guðni þú blæst mér bjartsýni í brjóst. Þessi upptalning er flott og vildi ég að fleiri hefðu þessa víðsýni. Það er framtíð í ,þessu sem þú nefnir.

Finnur Bárðarson, 12.10.2009 kl. 15:51

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

það væri ráð að létta á höftum tollum oþh á innlendri "vínframleiðslu"  ég er nokkuð viss um að td Spánveljar ofurtolla allt influtt þó svo að þeir séu í þessu ESB og ekki erum við þar svo leikurinn ætti að vera að framkvæma

Jón Snæbjörnsson, 12.10.2009 kl. 16:36

6 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

en því ekki fullvinnsla á sjávarfangi Guðni ? sú afurð er rétt utan við hafnarkjaftinn víðast hvar um land allt

Jón Snæbjörnsson, 12.10.2009 kl. 16:37

7 Smámynd: Finnur Bárðarson

Já jón hvers vegna ekki þessar augljósu lausnir sem þú nefnir. Þetta fer allt að minna mann á Lata Geir á lækjarbakka.

Finnur Bárðarson, 12.10.2009 kl. 17:42

8 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Auðvitað átti það sjáfarfangið að fylgja með  Hvað annað? Ég sem sjálfur hef svo unnið mikið í Fiskvinnunni. Og þarf að endurreysa og setja í gang ný fyrirtæki úti á svæðunum sem vilja fullvinna fiskinn áður en hann fer út.  Annars er þetta bara fátt eitt af mörgu sem hægt væri fyrir alvöru að detta í hug.

Eins og ég skrifaði á bloggi mínu fyrir nokkru síðan: Við íslendingar þurfum að berja okkur eldmóð í brjóst og framkvæma þessa hluti.

Guðni Karl Harðarson, 12.10.2009 kl. 17:59

9 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þú ert baráttumaður Guðni, ekki veitir af.

Finnur Bárðarson, 12.10.2009 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband