Allsherjar úthreinsun

Það er kominn tími til að fara að skoða og hreinsa til í þessum svo kölluðu skilanefndum. Einstaklingur með stöðu grunaðs starfar í einni slíkri. Eru þessar nefndir orðnar ríki í ríkinu, ósnertanlegar ?
mbl.is Fyrstur til að fá stöðu grunaðs manns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Finnur.

Ég kúgaðist þegar ég heyrði þetta.

 Hingað og ekki lengra,.

 Burt með manninn og það strax.

Kveðja. 

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 12:23

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er ekki rétt að skila skilanefndunum, sem hverri annarri gallaðri vöru!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.10.2009 kl. 13:22

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Án þess að ég vilji gera lítið úr ábyrgð útrásarelítunar, þá tel jafnvel enn brýnni þörf á að þeir stjórnmálamenn sem ábyrgð bera verði sóttir til saka.

Öðruvísi mun ekkert hér breytast, og við eftir nokkur ár munum við líta nýja skandala, þó þeir verði eftv ekki af þessari stærðargráðu.

Það sem við munum nú sjá þegar uppgjör hefst, verður þegjandi samkomulag stjórnmálamanna að ekkert verði aðhafst hvað þeirra ábyrgð varðar.

Þar kemur til kasta fólksins í landinu: Að sætta sig ekki við þá þöggun.

Það er ekkert mikilvægar í dag en að leiðrétta það siðleysi, klíkuskap og hagsmunagæslu sem Íslenskir stjórnmálamenn praktisera.

Hér mun ekkert breytast ef stjórnmálamönnum er leyft að starfa með þeim hætti sem þeir hafa gert.

hilmar jónsson, 11.10.2009 kl. 13:24

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég er óttast að innan stjórnmálaelítunnar myndist hin fullkomna samstaða að þeir myndi órjúfanlega skjaldborg. Hvers vegna liggur ýmsum mikið á að komast aftur til valda ?

Finnur Bárðarson, 11.10.2009 kl. 14:45

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Varðandi stjórnmálamennina þá verður sjálfsagt flókið að byrja þá hreinsun þar sem svo margir hafa komið málinu, en ef byrjað verður á ráðherrum þá mun málið starx verða einfaldara.

Við skulum ekki ætla stjórnvöldum það að maður með stöðu grunaðs muni starfa áfram í Skilanefnd banka.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.10.2009 kl. 16:28

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Rétt hjá þér Hólmfríður. Ef byrjað væri á ráðherrum myndi opnast leiðin til hinna.

Finnur Bárðarson, 11.10.2009 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband