Davíð í Saving Iceland

Bara það að Davíð Oddsson skildi mæta á mótmælasamkomu, örugglega í fyrsta skipti á ævinni, fælir mig frá slíkum samkomum um alla framtíð.
mbl.is Sneisafullur Austurvöllur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Aðalsteinsdóttir

Davíð ætti að skammast sín Það er ju hann sem ber ábyrgð á frjálshyggjunni einkavinavæðingu bankanna og frelsi útrásarvíkinga

Bergljót Aðalsteinsdóttir, 13.8.2009 kl. 19:03

2 identicon

"Sneisafullur Austurvöllur"  segir mbl.is

Af hverju notaði hann aldrei þetta orðalag í búsáhaldabyltingunni?

Jú.  Sjáflstæðisflokkurinn er að reyna að ná aftur völdum.  Ekki endilega til að hjálpa þeim sem minna mega sín og eru í vanda staddir og eru að missa húsin sín.  Þeir einfaldlega þurfa að ná aftur völdum og halda áfram að koma sínu fólki að kjötkötlunum eins og þeir gerðu í 18 ár.  

Mogginn vill þá til valda.  Enda ber yfirskriftin "sneisafullur austurvöllur" þess merki um mikla hlutdrægni blaðamannsins.

Málið snýst eingöngu um að ná aftur völdum .  Af hverju heldur fólk að Davíð Oddsson hafi verið þarna.  Hehe , hversu mikið sjálfstraust getur einn maður haft ég bara spyr? 

jonas (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 19:17

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

"hann sem ber ábyrgð á frjálshyggjunni einkavinavæðingu bankanna og frelsi útrásarvíkinga"

nei. ekki nema þá í því samhengi að hann var forsetisráðherra í ríkisstjórn sem gekk í EES. Því þú veist, eða ættir allavega að vita að einkavæðing Bankanna var samkvæmt lögum og tilskipunum frá ESB í gegnum EES samningin. Frelsi útrásarvíkingana er einnig fengið frá ESB í gegnum EES samningin. Enda voru útrásarvíkingarnir allir sem einn miklir stuðningsmenn þess að Ísland gengi í ESB og tæki upp Evru. Er Davíð stuðningsmaður ESB aðildar? 

mjög einföld lógík ef mönnum tekst að draga sig upp úr því hatri sem velheppnuð ófrægingherferð útrásarfeðgana í baugi og undirmönnum þeirra í samfylkingunni tókst að sá í hugum marga hér á landi. 

Fannar frá Rifi, 13.8.2009 kl. 19:23

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

Jónas moggin er ESB blað og að fá Sjálfstæðsflokkinn aftur að völdum myndi þýða að það yrði úti um drauminn um ESB.

Fannar frá Rifi, 13.8.2009 kl. 19:24

5 identicon

Fannar mogginn er og hefur alltaf verið sjálfstæðisblað

jonas (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 19:27

6 identicon

Í fyrsta lagi (svo ég stæli jón baldvin) þá varð hrunið vegna ríkisábyrgða á fjármálafyrirtækjum og íbúðalánum, fiat money og lágvaxtastefnu stærstu gjaldmiðla heims eða allt hlutir sem voru á hönum ríkisvaldsins, meiri frjálshyggjan þar. Í öðru lagi fara fyrirtæki á hausinn á hverjum einasta degi og fleirri eftir því sem stjórnarnfar er lengra til vinstri og í þriðja lagi þá hafa útrásarvíkingar líkt og aðrir einstaklingar ákveðið frelsi sem tryggt er í stjórnarskrá landsins og hefur ekkert með hægri vinstri að gera.

Þá að Davíð sem svo margir vilja kenna um allt illt. Hér eru hans eigin orð fyrir hrun:

http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=765156

http://www.althingi.is/altext/130/03/r10154208.sgml

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2004/05/25/david_oddsson_keppikeflid_er_frelsi_allra_en_ekki_f/

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2005/10/13/david_oddsson_i_samtali_vid_morgunbladid_i_enginn_a

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2004/02/11/david_oddsson_of_mikil_samthjoppun_er_oaeskileg_og_/

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2004/05/03/david_oddsson_ekki_serislenskt_fyrirbaeri_ad_stemma/

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2003/12/31/david_oddsson_vill_bregdast_vid_hringamyndun_med_ny/

Landið (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 19:32

7 Smámynd: Finnur Bárðarson

Auðvitað var Davíð helsti kvatamaður frjálshyggjunnar í sinni sjúklegustu mynd ásamt Hannesi vini sínum. En hann er ekkert einsdæmi. Önnur lönd höfðu hins vegar vit á því að setja einhverjar hömlur það hafði Davíð hins vegar ekki.

Finnur Bárðarson, 13.8.2009 kl. 20:04

8 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Björgvin G. var ekkert langt frá Davíð.  Báðir stóðu frekar aftarlega.

Axel Þór Kolbeinsson, 13.8.2009 kl. 20:36

9 Smámynd: Finnur Bárðarson

Sammála Axel, hann gerði ekkert meðan hægt avar að gera eitthvað

Finnur Bárðarson, 13.8.2009 kl. 20:58

10 identicon

Já já Finnur minn og jólasveinninn setti landi líka á hausinn

Landið (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 20:58

11 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ef jólasveinninn heitir Davíð er nú nokkuð til í þessu, en það eru að minnsta kosti 50 jólasveinar til viðbótar sem settu landið á hausinn.

Finnur Bárðarson, 13.8.2009 kl. 21:03

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Finnur, Davíð hafði nægt vitið til að setja hömlur og stífari leikreglur í fjármálabransanum, það var hinsvegar skítlegt eðlið sem hamlaði.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.8.2009 kl. 21:07

13 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það er útilokað að vera ósammála þér Axel :)

Finnur Bárðarson, 13.8.2009 kl. 21:08

14 identicon

Þrátt fyrir að Davíð hafi einstaka persónutöfra , fyndinn og hrífur fólk með sér .  Þá einfaldlega vissi hann ekki hvað hann var að gera.  Hafði bara ekki þekkinguna.  En að slá ryki í augu þjóðarinnar og beita smjörklípu er hann meistari í.

Síðan röltir hann niður á austurvöll og heldur að með veru sinni þarna líti allir upp til hans og dýrki.  Maðurinn er með óþrjótandi sjálfstraust . Það verður ekki tekið af honum  .

 Hann var einmitt þarna til að fá stuðning heimskra kjósenda til að kjósa sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum.  Ástæðan er einföld.  Sjálfstæðisflokkurinn er orðin logandi hræddur um að tapa því sem þeir hafa tekið af þjóðinni síðustu áratugina.  Sjálfstæðisflokkurinn er í raun fámenn klíka , bakkaður upp af kjósendum sem einhverja hluta vegna elska að vera í kringum fólk sem hefur völd og peninga , þó að það hafi það ekki sjálft.

jonas (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 21:31

15 Smámynd: Finnur Bárðarson

Vel mælt Jónas.

Finnur Bárðarson, 13.8.2009 kl. 21:39

16 Smámynd: Offari

Ég tel að Davíð hafi jafn mikinn rétt á að taka þátt í þessu og aðrir.

Offari, 13.8.2009 kl. 22:44

17 identicon

Davíð er þarna af hreinni sýndarmennsku. Ekkert annað á bakvið það.

jonas (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 00:39

18 Smámynd: Finnur Bárðarson

Allir mega mæta, þetta voru bara mínar hugleiðingar Offari

Finnur Bárðarson, 14.8.2009 kl. 11:03

19 identicon

Auðvitað mætti Davíð til að mótmæla hugarfóstri sínu og hugmyndafræði:Fáránlegt og sýnir kannski manneskjuna sem hann hefur að geyma.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 13:05

20 Smámynd: hilmar  jónsson

Eins og bankaræningi mótmælir bankaráni..

hilmar jónsson, 14.8.2009 kl. 17:08

21 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Ertu ekki að fatta þetta : Hver sagði "Við eigum ekki að borga skuldir óreiðumanna" kviknar á perunni hjá þér , jú það var Davíð Oddsson sem sagði þetta og þessvegna mætir hann að sjálfsögðu á mótmælin. Jerk

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 15.8.2009 kl. 03:47

22 identicon

Sólveig.

Davíð gaf bankann Björgólfi vini sínum ,  Ekki gleyma Kjartani Gunnarssyni, líka góðvini Davíðs og háttsettur í Icesavebankanum.

Vandamálið er að það er ekki nóg að segja við eigum ekki að gera hitt og við eigm ekki að gera þetta.  Skaðinn er skeður og Herra Davíð Oddsson  hafði ekki þekkingu að bregðast við í tíma.   Hann er að mæta á Austurvöll til að sýna íhaldinu samstöðu.  Þeir vilja völdin aftur .  VÖLD er það sem þeir nærast á .  

Ef Íhaldið er svona gott afl.  Af hverju þurftu þá öryrkjar að vera í stöðugum málaferlum við ríkið á mesta  góðærisskeiði Íslandssögunnar?? 

jonas (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 11:22

23 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þú tekur þetta vel saman Jónas

Finnur Bárðarson, 17.8.2009 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband