Norðlendingar vígbúast

Norðlendingar líta á ketti og hunda sem meindýr. Hinn skotglaði Ómar Örn Jónsson hefur ekki undan í útrýmingarherferðinni svo heimamenn eru farnir að taka málin í eigin hendur og æða nú um sveitir, gráir fyrir járnum, í leit að þessum vágestum. En hvers vegna þetta hálfkák, af hverju ekki að skilgreina fugla líka sem meindýr eða gefa hreinlega út skotleyfi á allt kvikt? Síðan mætti geta þess í túristabæklingum, hversu vasklega er staðið að málum þar í sveit við útrýminguna, bjóða jafnvel upp á þáttöku.

husvikingar_844992.jpg

 


mbl.is Meindýraeyðir ver sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég átti tvo ketti sem hétu Kiljan og Jón Helgason. Varð að senda þá í "sveitina" vegna flutninga. Get ekki enn farið í gegn um þann dag. Sakna þeirra mikið.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 19:44

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

nákvæmlega Finnur, hjúkk "kíp" on flying

Jón Snæbjörnsson, 9.5.2009 kl. 19:49

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Jón Snæbjörnsson, 9.5.2009 kl. 19:50

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Kiljan og Jón Helgason það líkar mér: Smá bútur úr ljóði Jóns, Á afmæli kattarins:

Alla tíð var þó með okkur vel,

einlægt mér reyndist þitt hugarþel,

síðan ég forðum þig blindan bar,

breiddi á þig sæng þegar kaldast var.

Jón: Þú klikkar ekki :)

Finnur Bárðarson, 9.5.2009 kl. 20:20

5 Smámynd: Hlédís

Hvorki Jón Snæ né Jón Helga klikka

Hlédís, 9.5.2009 kl. 21:46

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Rétt hjá þér Hlédís

Finnur Bárðarson, 9.5.2009 kl. 21:57

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég verð að taka upp hanskann fyrir meindýraeyðinn, hann var fyrst og fremst að framkvæma það sem honum var gert að gera. Eftir því sem ég best veit hafa meindýraeyðar enn skotleyfi í þéttbýli á ákveðnum tímum sólarhrings að vissum skilyrðum uppfyllum.

Ég hef sjálfur, því miður, orðið fyrir þeirri bitru reynslu að missa kött, nákvæmlega á þennan sama hátt. Þótt tilfinningarót og annað tilheyrandi villti mér sýn til að byrja með þá náði skynsemin yfirtökum þegar hugsunin skýrðist.

Þetta var slys, sem hlaust af nauðsynlegum vinnubrögðum til að hægt væri að fækka flækings- og villiköttum sem voru til vandræða eins og gengur. Það vilja ekki allir kettir láta ókunnuga ná sér og þá getur verið erfitt að kanna hvort kötturinn sé með ól sjáist hún ekki greinilega.

Ég skil viðbrögð meindýraeiðisins þegar sami köttur hefur kannski ítrekað forðast hann.

Ég trúi því ekki að maðurinn hafi verið að sinna einhverju öðru en vinnunni þegar hann skaut köttinn. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.5.2009 kl. 03:34

8 Smámynd: Hlédís

Ágæti Axel! Ég skil þig illa að skilja svona vinnubrögð :) 

Skil heldur ekki hvernig hægt var að banna útivist heimilakatta á viðkomandi svæði - en umrædd "tilskipun" gerði það í raun. Það er ekki forsvaranlegt að skjóta villikött hvað þá heimilisdýr á færi í byggð.

Hlédís, 10.5.2009 kl. 10:45

9 Smámynd: Finnur Bárðarson

"Meindýraeyðir ver sig" var þetta þetta ódæði þá framið sjálfsvörn ?

Finnur Bárðarson, 10.5.2009 kl. 11:04

10 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Flottustu kattarnöfnin sem ég hef heyrt eru Póstur og Sími! Þá átti þjóðkunnur maður með góðan húmor.

Rut Sumarliðadóttir, 10.5.2009 kl. 11:51

11 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég man eftir þessum nöfnum líka Rut, alger snilld

Finnur Bárðarson, 10.5.2009 kl. 12:06

12 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Svo hef ég líka heyrt af köttum sem heita Visa og Euro!

Rut Sumarliðadóttir, 10.5.2009 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband