Friðhelgi einkalífsins og FME

FME sér allt í einu ástæðu til að senda frá sér tilkynningu. Kvartar undan ómálefnalegri umræðu um stofnunina. Tilefnið er átaksverkefni stofnunarinnar um bankaleyndina og blaðamennina sem FME ætlar að drösla fyrir dómstóla. Í tilkynningunni segir m.a.: Traust og trúverðugleiki bankakerfisins verði ekki endurheimt ef friðhelgi einkalífsins sé virt að vettugi. Sem sagt bófar og ræningjar eiga að njóta friðhelgi. Hún er ofar hagsmunum heillar þjóðar að mati FME. Þessi þvæla sannfærir mig enn frekar um, að það eigi að leggja þessa gagnslausu stofnun niður í eitt skipti fyrir öll. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún hefur legið niðri mjög lengi. Frekar spurning hvort ekki eigi að sprauta smá lífi í hana?

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 17:01

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það er spurning hvort þessi Andersen sé sprautan sem dugar. Svo er spurningin hvort hún hafi ekki verið meðvitundarlaus svo lengi að heiladauði sé kominn.

Finnur Bárðarson, 4.4.2009 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband