Óbrigðult blogg til að láta fólk ganga af göflunum

Kunningi minn byrjaði að blogga og skrifaði góða pistla, nokkuð langa að vísu. Hann kvartaði yfir því við mig að hann fengi bara engar athugasemdir við færslurnar. Þetta leiddist honum og spurði mig ráða. Ég stakk upp á því að hann skrifaði eina stutta færslu sem gæti hljóðað eitthvað á þessa leið: "Ég er hlynntur skilyrðislausri inngöngu í ESB, ég er líka á móti hvalveiðum og byggingu álvera"

Daginn eftir að hann birti færsluna hætti hann að blogga. Hafði fengið um 70 athugasemdir. Nú varstu ekki ánægður? Nei svaraði hann, annan eins fúkyrða flaum hef ég aldrei lesið, fólk bókstaflega gekk af göflunum, ég gat bókstaflega séð froðuna vella út úr skjánum. Er eðli Íslendinga virkilega svona skítlegt, spurði hann. Já svaraði ég ef þú vilt orða þetta hófsamlega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

margur landinn með rosalega stuttann þráð  því vissara að gæta sín aðeins, getur líka verið rosa gaman í skjóli við skjáinn

Jón Snæbjörnsson, 3.4.2009 kl. 14:46

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Stundum hleypur púki í mig líka bara til að sjá viðbrögðin og tala stundum mér þvert um geð.

Finnur Bárðarson, 3.4.2009 kl. 15:24

3 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Þú gefur góð ráð,

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 3.4.2009 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband