Frelsi barna stórlega skert

Nú er farið að bjóða þriggja ára einstaklingum upp á kraftmikil fjórhjól. Lögreglan ætlar að reyna að stöðva þetta. Enn og aftur ætla yfirvöld að hefta möguleika barna til að þroskast, taka frumkvæði og sýna ábyrgð í lífinu. Eða ætlast yfirvöld til þess að foreldrar fari að bjóða börnum sínum upp á lummuleg reiðhjól, eða það sem er enn verra, láta þau jafnvel ganga? Ég trúi því ekki að foreldrar láti  þessa forræðishyggju yfir sig ganga. Enn sem fyrr er vegið að þeim sem minnst mega sín.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

mótorhjól og það fyrir hálffullorðin "börn" ekkert má nú orðið

Jón Snæbjörnsson, 27.3.2009 kl. 14:46

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég segi það allt bannað

Finnur Bárðarson, 27.3.2009 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband