Hryðjuverkaþjóðin

gordonjohanna

Jóhanna er ekki búin að tala við Gordon Brown. Þetta kom fram í svari Össurar Skarphéðinssonar við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur á alþingi. Ég held að það sé nú orðið of seint, að koma vitinu fyrir þennan ofbeldissegg. Geir glutraði niður tækifærinu þegar hann nennti ekki að taka upp símtólið á sínum tíma. Samtalið milli Jóhönnu og Brown hefði getað hljóðað eittvað á þess leið:

Jóhanna: Sæll ég er nýr forsætisráðherra Íslands og ég vil spjalla við þig um hryðjuverkalögin.

Brown: Jæja er búið að skipta um leiðtoga í hryðjuverkasamtökunum.

Jóhanna: Okkur finnst þessi framkoma ykkar gagnvart okkur vera ósanngjörn

Brown: Ha? eru viðbrögð við hryðjuverkum ósanngjörn?

Jóhanna: Getum við ekki samið um eitthvað, þetta er að sliga þjóðina?

Brown: Við semjum aldrei við hryðjuverkamenn, venjuleg skjótum við þá. En í ykkar tilfelli sýnum við áður óþekkta mildi. Í stað þess að skjóta ykkur, gerum við ykkur bara gjaldþrota. Það er einfaldara og ódýrara fyrir okkur og tilgangurinn er að sjálfsögðu að sliga ykkur. 


mbl.is Jóhanna ekki heldur rætt við Brown
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband