Ískaldur hrollur

Þetta hljómar vel og allir virðast ánægðir. Það jákvæða er a.m.k. að það eru ekki Íslendingar sem kaupa. Hins vegar fæ ég alltaf ískaldan hroll þegar ég sé orðið banki, hvort sem hann er keyptur eða seldur.
mbl.is Ánægja með söluna í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Þá átt þú bara bágt karlinn minn. Það munu alltaf verða til bankar. Hins vegar verður það spurningin hverjir munu eiga þá og reka þá.

Jóhann Pétur Pétursson, 16.2.2009 kl. 12:22

2 identicon

Sem betur fer verða alltaf til bankar eða eitthvað sem samsvarar þeim. Annars hefðum við það bara helv... skítt. En svo er það þetta með kaup og sölu: Það er ekki hægt að selja banka nema því aðeins að hann sé samstundis keyptur. Það er heldur ekki hægt að kaupa banka nema því aðeins að hann sé samstundis seldur. Kaup og sala er óhugsandi hvort án annars. Þess vegna er dálítið út í hött að segja "... hvort sem hann er keyptur eða seldur...".

sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 12:31

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Nei, nei ég á ekkert bágt en þegar ég heyri orðin Landsbanki, Glitnir og Kaupþing fæ ég hroll, ræð bara ekkert við það. En takk fyrir athugasemdirnar Jóhann og Sleggjudómari. Bara gott að fá önnur sjónarhorn

Finnur Bárðarson, 16.2.2009 kl. 12:36

4 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Ég tek undir þetta með þér, ég fæ hroll þegar ég sé fréttir um bankana. Hef verið að reyna að finna útúr því hvernig ég get umgengist þá sem minnst. Þjónustufulltrúar hafa haft samband og vilja ráðleggja með viðbótarlífeyrissparnaðinn. Ég bið þá alltaf vel að lifa, segist ekki treysta þeim og ætla að flytja mig til alliance. Treysti erlendum betur en LÍ.

Margrét Sigurðardóttir, 16.2.2009 kl. 18:15

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Margrét þú skilur greinilega hvað ég er að fara með ískalda hrollinn :)

Finnur Bárðarson, 16.2.2009 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband