Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Kettir tala

Ég hélt að páfagaukar væru einu dýrin sem gætu talað. Nói kötturinn minn, talar ekki en hann getur sungið. Þessir kettir tala:

 

 


Nú er komið að landráðamönnum

Raddir fólksins ætla að loksins að fara að beina spjótum sínum að landráðamönnunum, tími til kominn. Vonandi fjölgar á ný á Austurvelli og þar fáum við að sjá spjöld með myndum af þessum einstaklingum þar sem þeir eru eftirlýstir af þjóðinni sem ótíndir glæpamenn. En stjórnmálamennirnir, sem leyfðu þeim að fara um rænandi og ruplandi án þess að aðhafast nokkuð, skulu ekki ímynda sér að þeir séu nú stikkfrí. Grannt verður fylgst verður með þeim þrátt fyrir þessa áherslubreytingu.

Ég vil sjá handjárn

handcuffsEf Raddir fólksins fara ekki að venda sínu kvæði í kross og beina mótmælum að fjárglæframönnum sem kollsteyptu landinu, þá er starfsemi hreyfingarinnar sjálfhætt. Ég vil fara að heyra kröfur um, að þessir landráðamenn verði handteknir hvar sem til þeir næst og þeir settir í járn og veitt staða sakbornings. Ég vil sjá að auður þeirra verður færður í hendur réttmætrar eigenda hans, þjóðarinnar. Þetta eru um 30 einstaklingar og við þekkjum nöfn þeirra og þeim skal aldrei verða fyrirgefið eða griður gefinn. Ég vil að lögreglan og dómsstólar fari að hreyfa sig og ég vil sjá búsáhaldadeildina fara af stað aftur.

Hvers vegna færri

491120B

Ég held að afstaða talsmanna Radda fólksins, að ekki megi hrófla við fjárglæframönnum, geti verið ein ástæðan fyrir því að færri mættu á fundinn í dag. Egill Helgason fékk það óþvegið á Eyjan.is frá talsmanni hreyfingarinnar, Hilmari Sveinssyni, þegar Egill hafði mælt réttilega með því að hreyfingin beindi spjótum sínum að fjárglæframönnunum sem keyrðu þjóðina í þrot. Þetta er bútur úr bréfinu sem birtist á bloggsíðu Egils. Þetta var ein ástæðan fyrir því að ég mætti ekki í dag mér var hreinlega ofboðið.

 "EH hefur lengi verið með “ólígarkana og kleptókratana sem settu landið á hausinn” á heilanum og viljað stjórna framgöngu mótmæla á þann veg að fyrst yrði ráðist á auðmenn og bankamenn og síðan landsfeður. Í pólitískum barnaskap telur EH að það sé vísasta leiðin til árangurs að fara á svig við landslög. Hann verður að eiga það við sjálfan sig".


mbl.is Tuttugasti útifundurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að spila á orgel skiptir máli

Um 30% sjálfstæðismann vilja Illuga Gunnarsson í fyrsta sætið í Reykjavík meðan 5% vilja sjá Guðlaugur Þór í þessu sæti. Þó ég sé ljósárum frá því að vera stuðningsmaður flokksins, þá geðjast mér vel að Illuga. Hann kemur vel fyrir, hófstilltur í orðavali ólíkt kollega sínum Guðlaugi Þór. Han er vel menntaður hagfræðingur og það sem skiptir nokkuð miklu máli er, að hann ku víst spila listilega vel á orgel. Sá sem spilar á orgel hefur bæði sál og tilfinningar. Þá er bara óska Illuga góðs gengis.

Ha, vilja þeir ekki hvalkjöt ?

Ég sem hélt að heimsbyggðin biði í ofvæni eftir gómsætu hvalkjöti á diskana sína. Var Einar J. Guðfinnsson þá bara að plata okkur ?
mbl.is Segir fjölda starfa tapast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja þá fór það

Tilboði Almenninshlutafélags í Árvakur, Útgáfufélags Morgunblaðsins var hafnað samkæmt frétt á visir.is. Eftir eru Steve Cosser, og Óskars Magnússon. Ég óttast að Morgunblaðið verði á ný grímulaust málgagn Sjálfstæðisflokksins. Hugsanlegt er, að næstu ritstjórar verði Davíð Oddsson, Björn Bjarnason og Styrmir Gunnarsson. Ég hef þetta ekki fyrir satt en ég er við öllu búinn, sem áskrifandi að blaðinu til margra ára.

Loksins alvöru banki

Glitnir heitir nú Íslandsbanki. Breyttist eitthvað meira en nafnið? Er bankinn búinn að losa sig við skuldirnar og er hægt að fara að stunda eðlileg viðskipti, t.d. taka lán á lágum vöxtum greiða upp lán á góðum kjörum. Ávaxta innistæður. Sem sagt kominn á fullt skrið sem alvöru banki. Það hlýtur bara að vera. Maður skiptir ekki um nafn bara svona í gamni.
mbl.is Glitnir breytist í Íslandsbanka á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dregur til tíðinda

Það verður spennandi að sjá hver eignast Morgunblaðið. Vilhjálmur Bjarnason og félagar í Almenningshlutafélagi um Morgunblaðið og ástralski fjárfestirinn Steve Cosser hafa að sögn lagt inn tilboð. Morgunblaðið hefur gengið í endurnýjun lífdaga síðustu mánuði og sem áskrifandi til margra ára hefur mér hugnast margt sem þar er skrifað sérstaklega fréttaskýringarnar um fjármálaóreiðuna. Mér hugnast best dreifð eignaraðild. Áframhaldandi viðskipti mín við blaðið verða endurskoðuð ef mér hugnast ekki niðurstaðan.
mbl.is Þrjú tilboð bárust í Árvakur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara ál

Það kemur bara ekki til mála að nota raforkuna í nokkuð annað en að framleiða ál. Mér stendur slétt á sama um, þótt markaðurinn fyrir ál sé hruninn. Mér alveg sama þótt engir kaupendur finnist. Mig skiptir engu máli þótt Alcoa þykist ekki hafa efni á að byggja álver. Ætla menn að fara að týna fjallgrös? Ég krefst þess að við höldum áfram að byggja álver og framleiða ál og ekkert annað skal koma í stað þess. Aldrei.
mbl.is Álver í Helguvík í óvissu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband