Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Mestu grínarar veraldar

sigurjon.jpgStjórnendur bankanna hljóta að vera í skýjunum yfir þeim heiðri sem grínleikurinn "Hin tæra snilld" eftir Sigurjón Árnason veitist. Eins og venja er, þá eru verðlaun hvatning til frekari afreka og ekki er að efa, að Sigurjón og félagar eru þegar farnir að skrifa uppkast að framhaldinu .
mbl.is Stjórnendur íslensku bankanna fá Ig Nóbelinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn er verið að sturta þjóðinni niður

og þeir sem að lokum munu leggja niður setuna, verður íslenska útrásarmafían, eftir vel heppnaðan glæpaleiðangur. En ávalt tilbúin að taka í handfangið á ný, og sturta þeim niður sem reynir að brölta upp úr skálinni, ásamt eiturgumsinu sem mafían skildi eftir sig.
mbl.is Heilli þjóð sturtað niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björgólfsfeðgar undir verndarvæng Moggans

thor.jpgÍ Morgunblaðinu í dag er ýtarlega  fjallað um fyrirtæki útrásarböðlana, sem enn eru í þeirra eigu ári eftir hrun. Blaðið sér þó enga ástæðu til að fjalla um stöðu Björgólfsfeðga. Björgólfur Thor Björgólfsson er aðaleigandi símafyrirtækisins Nova, tölvuleikjafyrirtækisins CCP og einn aðal fjárfestirinn á bak við gagnaver Verne Holding sem til stendur að reisa á Keflavíkurflugvelli. Að auki á hann lyfjafyrirtækið Actavis. Þetta vart nokkur tilviljun enda verndarengill sestur í ritstjórarstólinn.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband