Allt eðlilegt

Að mati hans er ekkert óeðlilegt við að koma 243 milljónum úr landi skömmu fyrir hrunið. Nei að sjálfsögðu finnst honum þetta eðlilegt því þannig er hugsunarháttur þeirra sem haldnir eru sjúklegri siðblindu. Þó hann trúi bullinu sjálfur trúir þjóðin ekki einu einasta orði sem kemur frá þessum fjárglæframanni.
mbl.is Bjarni Ármannsson: Eðlileg fjárstýring
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Svo færði hann lítinn hluta af þessu til baka eftir hrunið, á miklu lægra gengi og allir hrópuðu hvað Bjarni væri nú góður gæi. 

"Sjitt bara, fokk....ing fokk".

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.7.2009 kl. 17:25

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Nú eru það bara handjárnin og dýflissan ég þarf engar frekari sannanir

Finnur Bárðarson, 28.7.2009 kl. 17:47

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Nei af og frá að Bjarni sé nokkuð annað en smjörgreiddur dýrlingur.

Annað er bara skortur á málefnanlegheitum..

hilmar jónsson, 28.7.2009 kl. 18:13

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Hvað er búið að æsa sig oft yfir þessum ansk mönnum en ekkert er viðhafst af eftirlitsstofnunum eða hinu opinbera í heild, allt svæft

ég held því miður að þetta hjá Bjarna sé löglegt en á mjög gráu svæði því bankar fara ekki á hausinn á einni nóttu, það er langur aðdragandi sem þessir menn þekkja best allra - í hæsta máta siðlaust hjá manninum og slælegt viðmót gagnvart viðskiptamönnum bankans sem og íslendinga allra sem hafa "treyst" þessum mönnum fyrir sparifé, lífeyri ofl

Jón Snæbjörnsson, 28.7.2009 kl. 18:32

5 identicon

Gleymi aldrei þegar Bjarni beibífeis laug framan í þjóðina og sagði að samkeppnin á bankamarkaðnum væri grimm og hörð. Eina samkeppnin þeirra á milli var að búa til dýrustu auglýsingarnar. Allar verðskrár voru þær sömu þrátt fyrir að um einkafyrirtæki hafi verið að ræða.

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 18:36

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Er ekki bara dómstólar götunnar sem ráða við þetta ?

Finnur Bárðarson, 28.7.2009 kl. 20:27

7 Smámynd: Eygló

Já, en var hann ekki löngu hættur hjá Glitni? (1 1/2 ár)  Var hann þá enn í stöðu innherja?

Ef hann vissi svona mikið, af hverju lagði hann inn í íslenska sjóði rétt fyrir hrunið. Flutti m.a.s. fé frá útlöndum til þess arna.

Er ekki skrattinn orðinn víða á veggjum.

Hvað heitir hann aftur núna hann Lárus Welding. Hann tók eftirnafnið í burtu rétt eftir hrunið og nú vil ég endilega vita hvað hann kallar sig.

Eygló, 29.7.2009 kl. 02:03

8 Smámynd: Finnur Bárðarson

Glingló: Var eftirnafnið hugsanlega Johnes ?

Finnur Bárðarson, 29.7.2009 kl. 12:18

9 Smámynd: Eygló

hahaha, já nú man ég eftir Lalla Welding!!??

Eygló, 29.7.2009 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband