Hvers vegna færri

491120B

Ég held að afstaða talsmanna Radda fólksins, að ekki megi hrófla við fjárglæframönnum, geti verið ein ástæðan fyrir því að færri mættu á fundinn í dag. Egill Helgason fékk það óþvegið á Eyjan.is frá talsmanni hreyfingarinnar, Hilmari Sveinssyni, þegar Egill hafði mælt réttilega með því að hreyfingin beindi spjótum sínum að fjárglæframönnunum sem keyrðu þjóðina í þrot. Þetta er bútur úr bréfinu sem birtist á bloggsíðu Egils. Þetta var ein ástæðan fyrir því að ég mætti ekki í dag mér var hreinlega ofboðið.

 "EH hefur lengi verið með “ólígarkana og kleptókratana sem settu landið á hausinn” á heilanum og viljað stjórna framgöngu mótmæla á þann veg að fyrst yrði ráðist á auðmenn og bankamenn og síðan landsfeður. Í pólitískum barnaskap telur EH að það sé vísasta leiðin til árangurs að fara á svig við landslög. Hann verður að eiga það við sjálfan sig".


mbl.is Tuttugasti útifundurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Egill Helgason er kannski ekki skærasta stjarnan í sólkerfinu en það er slæmt ef silfurmaðurinn hefur svona slæm áhrif á þig Finnur. Í fyrsta lagi heiti ég Hilmar Hafsteinsson. Í öðru lagi var ég að benda á þann pólitíska barnaskap EH að halda að hann kæmist upp með réttmæta aðför að auðmönnum Íslands meðan fráfarandi ríkisstjórn var og hét. Ég reyndi að gera EH - og öðrum - grein fyrir því að fyrst þurfti að skipta um ríkisstjórn og yfirstjórn Seðlabanka og Fjármálaeftirlitsins. Nú fyrst eru að skapast skilyrði fyrir því að dómsvaldið sé móttækilegt fyrir kröfum um fumlaus og markviss vinnubrögð gagnvart auðmannaelítunni. Og þá komum við að þriðja atriðinu sem ég vil vinsamlegast upplýsa þig um. Raddir fólksins setja kröfuna um frystingu eigna auðmanna á oddinn, smbr. fund í dag á Austurvelli. En þér ofbauð auðvitað í boði EH.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 17:47

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ef svo er Hilmar varðandi breyttar áherslur er ég sáttur. Hins vegar hefur Egill ekki slæm áhrif á mig frekar en flestir aðrir. En jæja þá held ég að við séum bara í góðum málum og ég mæti aftur á fundinn.

Kveðja

Finnur

Finnur Bárðarson, 21.2.2009 kl. 18:08

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég held að ástæðan fyrir því að það hefur fækkað sé að fólki finnst sem baráttunni hafi lokið við það að skipt var um stjórn.  Málið er að baráttan er á fullu, það er bara komin ný bardagalína.

Marinó G. Njálsson, 21.2.2009 kl. 19:04

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Vona svo sannarlega að þú, Finnur, og aðrir sem eru ósáttir haldi áfram að mæta niður á Austurvöll. Ég er ykkur svo þakklát að halda baráttunni áfram því henni er svo langt frá því lokið.

Ég er norður á Akureyri en þar lognuðust mótmælin út af í kjölfar stjórnarskiptanna. Ég reyni þó að veita aðhald og vekja umræður með því að standa, ásamt fleirum, að borgarafundum hérna fyrir norðan.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.2.2009 kl. 21:02

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Mér líst vel á að komin sé ný bardagalína Marinó, það var það sem ég var að bíða eftir. Bréfið hans Hilmars fór bar svo óstjórnlega í taugarnar á mér. Ég mæti á ný Rakel.

Takk fyrir innlitið

Finnur Bárðarson, 22.2.2009 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband