Bónus fyrir hvað

Þessi gaur svífur enn á gullskýi síðustu ára. Fyrir hann duga ekki einhverjar millur á mánðuði hann vill bónus líka, fyrir hvað ? Að taka við gjaldþrota dánarbúi. Það verður að fara að koma þessu bankaliði niður á jörðina með handafli.
mbl.is Hugtakið eyðilagt með rugli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Meinhornið

Nú, auðvitað bónus fyrir að sjúga síðasta lífsblóðið úr heimilum landsins.

Meinhornið, 4.6.2010 kl. 15:35

2 identicon

Það má nú ekki útiloka hvatakerfi þegar það kemur að fyrirtækjarekstri, jafnvel þó þau hafi verið misnotuð áður.

Það hefur sýnt sig að fyrirtæki sem nota hvatakerfi standa sig almennt betur en fyrirtæki sem nota þau ekki, ef hvatakerfið miðar við rétta hluti. (sbr. grein sem ég las á capacent.is)

Það sem þarf að huga að er að bónusinn miði t.d. við langtíma hagnað fyrirtækisins.  Þannig að einhver stjórnandi geti ekki bara fært til hagnað til þess að hann sjálfur hagnist sem mest.  Svo má að sjálfsögðu ekki tengja bónusa við hlutabréfaverð, þar sem það er svo margt sem getur haft áhrif á það annað en störf stjórnendanna.  T.d. er algengt að mörg fyrirtæki í ákveðnum greinum hækki eða lækki í verði án tillits til þess hvernig einstaka fyrritæki eru að standa sig.

aaa (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 15:43

3 Smámynd: Valgarður Guðjónsson

Ef við drögum aðeins andann..

Hver segir að hann sé með einhverjar "millur á mánuði"?

Og ég skildi nú úrdráttinn úr viðtalinu þannig að hann væri að hugsa þetta fyrir aðra starfsmenn bankans en ekki fyrir sig. Og að svona rugl bónusar eins og tíðkuðust í gömlu bönkunum væru ekki inni í myndinni.

Er þetta ekki einmitt hárrétt sem hann segir? "Bónus" hugtakið er stórskemmt eftir misnotkun bankanna.

Valgarður Guðjónsson, 4.6.2010 kl. 15:44

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Takk fyrir innlitið: En þegar rætt er um bónusa þá eru í flesum tilfellum um banka að ræða ég hef t.d. aldrei heyrt talað um bónusa á LSH. Og hvað eru bankar að framleiða ?

Finnur Bárðarson, 4.6.2010 kl. 15:51

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ég er sammála þér Finnur - smá innskot í umræðuna eru ekki bankar fyrir fólkið en ekki öfugt

Jón Snæbjörnsson, 4.6.2010 kl. 15:54

6 Smámynd: Valgarður Guðjónsson

Það kemur nú reyndar fram í viðtalinu að það eru þekkt dæmi í fiskvinnslu og bygginariðnaði.

Þegar ég rak hugbúnaðarfyrirtæki fyrir nokkrum árum þá voum við líka með árangurstengda bónusa.

Bónusarnir sem bankarnir voru með voru klárlega rugl - en það þýðir ekki að öll hvatakerfi í hvaða mynd sem er séu alltaf ónýt..

Valgarður Guðjónsson, 4.6.2010 kl. 16:02

7 Smámynd: Finnur Bárðarson

Rétt hjá þér Valgarður öll hvatakerfi í hvaða mynd sem eru ekki alltaf óný. Tek undir það. En í dag er verið að hvetja menn til að afkasta meiru en fyrir minni laun. Þekki það vel.

Finnur Bárðarson, 4.6.2010 kl. 16:16

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sæll finnur. Eina réttláta bónuskerfið er að borga laun eftir taxta sem samið hefur verið um fyrir heiðarlega unnin störf.

Ef bankastjórar eru ekki ánægðir með sín kjör geta þeir farið í verkfall? Þá fengjum við líka kannski frið til að gera hér eitthvað af viti á Íslandi?

Ef störfin eru ekki heiðarlega og vel unnin er fólk bara rekið úr vinnunni fyrir að standa sig ekki? Þannig er siðmenntaða aðferðin. En bankastjórar eru ekki siðmenntaðir og árangurinn er hryllilegur! M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.6.2010 kl. 16:17

9 Smámynd: Finnur Bárðarson

Eina reynsla okkar af bönkum síðustu árin Anna, er tómur hryllingur sem setti þjóðina á hausinn. Allt tal um bónusa úr þeim brunarústum er eins og gusa framan í okkur hin sem héldum að við værum viðskiptavinir bankanna. Við vorum þægileg fórnarlömb.

Finnur Bárðarson, 4.6.2010 kl. 16:24

10 Smámynd: Björn Birgisson

Hóflega reiknaður bónus hvetur launþegann til dáða. Óhóflega reiknaður bónus í bönkum breytir starfsfólkinu í lygara og glæpamenn.

Björn Birgisson, 4.6.2010 kl. 16:46

11 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þú hittir naglann á höfuðið Björn

Finnur Bárðarson, 4.6.2010 kl. 16:50

12 Smámynd: Friðrik Jónsson

Bónusar eru góð búbót fyrir láglaunafólk fyrir vel unnið starf á venjulegum launum,en bankastjóri sem er með um eða yfir milljón á mánuði er að mínu áliti með bónusinn innifalinn í laununum og 13 launaða mánuðinum,annað er bara siðlaust rugl.

Frystihúsfólk og annað venjulegt fólk er ekkert að fá milljónir á ári í bónus,þannig að það er bara asnaskapur að bera það saman.

Friðrik Jónsson, 4.6.2010 kl. 20:02

13 Smámynd: Finnur Bárðarson

Rétt hjá þér Friðrik. Og þetta fólk hefur sannarlega unnið fyrir þessum viðauka við að framleiða verðmæti.

Finnur Bárðarson, 4.6.2010 kl. 20:18

14 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Væri þá ekki allavegana krafan um að ef illa gengur þá fá þeir minni laun, fyrst þeir eru að heimta bónusa fyrri velgengni!

Halldór Björgvin Jóhannsson, 5.6.2010 kl. 11:33

15 Smámynd: Finnur Bárðarson

Nákvæmlega Halldór

Finnur Bárðarson, 5.6.2010 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband