Ekkert annað en landráð

Venjulegir fjölskyldufeður, fjórir að tölu, hafa rænt milljörðum af þjóðinni. Ef einhvern tíma er hægt að nota orðið landráð þá á það við um þessa viðurstyggilegu einstaklinga. Refsingin skal verða hörð og miskunnarlaus. Nöfn þeirra skulu birt strax.
mbl.is Meint gjaldeyrissvik rannsökuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, við höfum verið rænd. En það er þetta með landráð, við getum, kannski því miður ekki dæmt nokkurn sem landráðamann, refsingin fyrir landráð er bara ein, og aftökur eru bannaðar hér á landi.  En dauðadómur er eina refsing við landráði.

 Í

Íslendingur (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 16:15

2 Smámynd: Hvumpinn

 "og aftökur eru bannaðar hér á landi."

 Er ekki rétt að fara að hugleiða að breyta því?

Hvumpinn, 29.1.2010 kl. 16:22

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þetta með landráð er lagalega sé, loðið. En ef maður skilur orðið á tilfinngalegum nótum þá er þetta landráð í mínum huga Íslendingur. Það má a.m.k. herða refsinguna til muna.

Finnur Bárðarson, 29.1.2010 kl. 16:27

4 Smámynd: corvus corax

Það á að leyfa framkvæmdavaldi dómstóls götunnar að handleika þessa fugla ofurlítið áður en gjörspillt og ónýtt dómskerfi ættingja og vina Hádegismóra fær þá til umfjöllunar.

corvus corax, 29.1.2010 kl. 16:29

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

corvus, mér eins innan brjósts. Hvernig væri með eitthvað afbrigði af herdómstól ?

Finnur Bárðarson, 29.1.2010 kl. 16:31

6 Smámynd: corvus corax

Spurt er um hvenær framin eru landráð, og hvað eru landráð? Ég held að landráð séu til dæmis það þegar tveir stjórnmálaforingjar ákveða upp á sitt eindæmi að þjóð taki þátt í árásarstríði þrátt fyrir skýlaus ákvæði stjórnarskrár viðkomandi þjóðar þess efnis að hún megi aldrei fara með ófriði á hendur annarri þjóð.

corvus corax, 29.1.2010 kl. 16:39

7 Smámynd: Finnur Bárðarson

Já það virðist eðilegt að álykta svo corvus

Finnur Bárðarson, 29.1.2010 kl. 16:46

8 identicon

Við megum stela ef við skilum því aftur.Væri þá ekki ráð að ræna þessu liði,fara í felur með og lofa að skila því aftur.Bjarni Ben segir að það megi.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 20:00

9 Smámynd: Finnur Bárðarson

Snilld Ragna :)

Finnur Bárðarson, 29.1.2010 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband