Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Amy Winehouse og Sigurður Einarsson

eiga eitt sameiginlegt. Að hafa fengið heimsfrægan lögfræðing, Ian Burton, sem hefur sérhæft sig í að verja hvítflibbaglæpamenn um allan heim. Veit ekki hvers vegna Amy er að þvælast í þessum ógeðfellda karlaklúbbi hvítflibbaglæpona.

Og það er líka hulin ráðgáta hvers vegna Sigurður sér ástæðu til að ráða lögfræðing, sem hefur sérhæft í stórglæpum þar sem Sigurður hefur margoft ítrekað að allt sé á misskilngi byggt hann hafi ekkert gert af sér.

Af hverju hóaði hann þá ekki bara í einhvern nýútskrifaðan úr lagadeild HÍ, sem gæti auðveldlega leiðrétt þennan leiða misskilning.


Himnasending fyrir stórbófana

Helsti andstæðingur Evu Joly, Brynjar Níelsson er nýkjörinn formaður lögmannafélags Íslands. Nú geta mafíósar útrásarinnar andað léttar. Hann mun ekki bregðast vinum sínum eins og Sigurði Einarssyni og hinum. Pottþéttur maður í lokadansi hrunsins.
mbl.is Brynjar formaður Lögmannafélagsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jakob Frímann í losti

Enn er stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússonað skrifa varnarræðu fyrir Armani ræningjana  í Fréttablaðið í dag og segir m.a.: “Vitað er að þeir eiga börn á viðkvæmum aldri og fjölskyldur sem hljóta að vera í losti.”

Hvað um alla þær heiðarlegu fjölskyldur sem misst hafa allt sitt vegna þessarra bófa, skyldi enginn þar vera í losti ? Ætli Jakob Frímann gráti sig í svefn vegna þeirra? 

Er ekki þá rétt að sleppa öllum grunuðum afbrotamönnum ef þeir eiga börn og fjölskyldu ?


Jæja ætlar Hæstiréttur að standa með þjóðinni loksins?

Greinilega samkvæmt þessum úrskurði. Batnandi er best að lifa. Ég bjóst við hinu gagnstæða. En merkilegt að að Jón Steinar skuli ekki skila séráliti.
mbl.is Gæsluvarðhald staðfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur, nú er þinn tími kominn

á Eyjunni er greint frá umbrotum á Bárðarbungu hugsanlega með tilheyrandi eldgosi. Nú hefur forsetinn fengið langþráð tækifæri að baða sig aftur í sviðsljósinu á BBC og tilkynna heimsbyggðinni að Ragnarök séu loksins orðin staðreynd, nokkuð sem hann er búinn að lofa fyrir löngu.

Andstæðingar Ólafs kom út úr skúmaskotum

Það fór eins og Eva Joly spáði fyrir um. Margir munu reyna að leggja stein í götu þeirra sem rannsaka þessi mál og gera þá tortryggilega. Nú eru þeir stíga þeir fram með Stuðmanninn Jakob Frímann í farabroddi ásamt Bubba Mortens. Baksviðs bíður lögfræðingahjörðin undir stjórn Brynjars Níelssonar reiðubúin að láta til skarar skríða.
mbl.is „Þarf að færa fram sterk rök“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þekkja hlustendur þáttarins við orðatiltækið "að kannast ekki við" ?

Nei ekki Halldór. Þessi gaur lýgur og lýgur eins og hann hefur áratuga þjáfun í. Ekki opna þverrifuna Halldór. Þú ert efstur á lista yfir holdgervinga spillingarinnar ásamt vini þínum Finni Ingólfssyni.
mbl.is Kannast ekki við handstýringu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeim verður aldrei fyrirgefið

Allir þeir sem misst hafa atvinnuna, heimilin sín, þeir sem ekki sjá neitt ljós í myrkrinu skulu hafa það hugfast að þeir hefðu aldrei lent í þessari stöðun nema vegna einstaklinga eins og Hreiðars Más Sigurðssonar og Magnúsar Guðmundssonar. Þeim verður aldrei fyirirgefið að hafa lagt heimili og líf fólks í rúst með glæpsamlegu athæfi sínu. Glæpum sem ekki eiga sér neina hliðstæðu í sögu landsins.
mbl.is Kaupþingsmenn í gæsluvarðhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver fjandinn er þetta ?

Maðurinn valsar um með hendur í vösum. Hvers vegna er hann ekki með grófgerðu handjárnin með hendur fyrir aftan bak ???
mbl.is Hreiðar Már í skýrslutöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ánægjulegustu tíðindi dagsins

Það er varla að maður trúi þessu. Loksins fær þá einn af þessum bófum að skynja forsmekkinn af alvöru lífi bak við rimla ef allt fer á besta veg. Hins vegar trúi ég því að lögfræðingahjörðin með Brynjar Níelsson í broddi fylkingar fari að setja í fimmta gírinn við þessi tíðindi.
mbl.is Hreiðar Már handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband