Aukinn rekstrarkostnaður

En hvað með rekstrarkostnað heimilanna, er ekki sjálfsagt að hækka ráðstöfunartekjur þeirra til jafna þetta út.
mbl.is Mjólkin hækkar um 10 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg Árnadóttir

Hvað með rekstrarkostnað bænda, hefur hann ekki hækkað líka? Verð til þeirra hækkar ekki!

Björg Árnadóttir, 9.7.2009 kl. 16:19

2 Smámynd: Garðar Karlsson

Hva! Ekki vissi ég að heyið væri innflutt?

Garðar Karlsson, 9.7.2009 kl. 16:23

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

hætta að fóðra á innfluttu fóðri, fjölga frekar kúnum til að fá sama magn af mjólk - þá þarf ekki að hækka neitt - er ekki nægt pláss í fjósunum ?

kv

Jon bondi

Jón Snæbjörnsson, 9.7.2009 kl. 16:27

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég trúi Jóni bónda. Jú Björg rekstrarkostnaður verkamanna, smiða, hjúkrunarfræðinga og lögreglumanna hefur hækkað líka. Garðar eru þeir farnir að flytja inn hey ? Kanski ESB hey.

Finnur Bárðarson, 9.7.2009 kl. 16:39

5 Smámynd: Björg Árnadóttir

Fjósin eru nú misjafnlega rúmgóð og ekki margir sem geta bætt við sig mörgum kúm. Þá þarf líka meira af heyi sem þýðir fleiri ræktuð tún. Svo þarf nú kannski smávegis af olíu á tækin til að hirða heyið? Og ef ekki er notaður fóðurbætir þá minnkar nytin og þá verður minna til handa okkur sem aftur kallar á hærra verð.... Þeir eru ekkert að þessu bara að "ganni"!

Björg Árnadóttir, 9.7.2009 kl. 16:44

6 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

er ekki óþarfa mikið pláss reiknað á kúna, fleiri kýr meir nyt ? allt er þetta vinna og aftur vinna, flest okkar vinna 8 tíma á dag og mörg um helgar líka - hvað skild meðalvinnustundir vera reiknaðar sem bóndi á meðal býli ?

Jón Snæbjörnsson, 9.7.2009 kl. 16:49

7 identicon

Egi geta bændur bætt beljum í fjósið nema að kaupa kvóta til framleiðslu.

Bóndinn vinnur 12 stundir sumarið og 6 stundir veturinn.

Hækkun mjólkur er auðvitað hækkun skyld öllum hinum hækkununum, m.a. bensíni/olíu, bílakosti ofl, því ekki trítlar mjólkin sjálf ofaní fernurnar.

Það er reyndar sennilega ágætt að vera bóndi í dag og þurfa minna að kaupa inn af keti og mjólk, sem við hin þurfum að ath rennilásinn yfir nýranu til að geta leyst út úr verslunum Baugs-feðga.

Fóðrið má jú vinna fremur hér heima en kaupa það inn. Melassi og svoleiðis.

Visst þarf þó alltaf af fóðurbæði og vítamínum yfir veturinn og þar hafa hlutirnir nú aldeilis hækkað eftir að krónan var sett í "steypustígvél".

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 16:57

8 Smámynd: Sigurjón

Bændur vinna ekki bara fleiri en 8 tíma á dag, heldur alla laugardaga, helgidaga og stórhátíðir, frá snemma morguns þar til eftir fréttir á kvöldin.  Það eru vafalaust færri á lægra tímakaupi en mjólkurbændur.

Svo er alveg fáránlegt að ætla bændum að hætta að gefa kjarnfóður.  Sá sem heldur slíku fram veit ekki mikið um rekstur kúabúa eða um ræktun og hirðu mjólkurkúa.

Sigurjón, 9.7.2009 kl. 17:04

9 Smámynd: Finnur Bárðarson

Punkturinn er þessi, ef við sleppum mjólkinni, þá geta fyrirtækin alltaf bætt sér þetta upp, en við sem rekum fyrirtækið, Heimilið okkar, höfum enga slíka möguleika. Dæmi eru olíufélögin sem alltaf koma út með hagnaði hvernig sem árar þau þurfa aldrei að herða sultaról.

Finnur Bárðarson, 9.7.2009 kl. 17:07

10 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

Stundum held ég að fólki sé ekki sjálfrátt hér inni . Nei hey er ekki flutt inn en það er allur áburður fluttur inn og hefur verð á honum hækkar um 60-80% eftir tegund og innflytjanda það er engin áburður framleiddur hér innlands lengur

Verð á oliu hefur hækkar umtalsvert skattar hafar verið hækkanir umtalsvert og styrkir hafa lækkar þess vegna er það óskiljanlegt að engin hækkun fari til bænda.

En skiljanlega þarf að reyna að laga stöðu illa rekna fyrirtækja   .

Jón Rúnar Ipsen, 9.7.2009 kl. 17:13

11 Smámynd: Björg Árnadóttir

Ég hef aldrei getað skilið hvað fólk heldur bændur hafa það gott. Það eru alveg áreiðanlega fáir sem vinna eins mikið, fyrir eins lítið, sama hvernig á málin er litið. Þeir sem halda eitthvað annað eru áreiðanlega ekki fólk sem þekkir vel til á bæjum.

Annars var blogfærslan ekkert um það. Mér fannst bara asnalegt að það skuli verið að hækka afurðina án þess að sá sem framleiðir hana fá eina einustu krónu af hækkuninni. En það er svo margt asnalegt þessa dagana :S

Björg Árnadóttir, 9.7.2009 kl. 19:40

12 Smámynd: Hansína Hafsteinsdóttir

Málið er að tækin sem bændur þurfa bara til að geta mjólkað og gefið kúnum vatn og fóður eru fjöldamörg og þurfa endurnýjun og varahluti. Nokkrir hlutir sem meðalkúabú þarf að eiga til að geta heyjað eru:3-4 dráttarvélar, skítadreifari, haugsuga, áburðardreifari, plógur, rakstrarvél, heytætla, sláttuvél, böggunarvél, pökkunarvél, kerra, baggavagn. Þar fyrir utan vantar vélar til að skera og gefa heyið, mjaltakerfi, mjólkurtank, og þvottatæki til að hreinsa fjósið ath. þetta er bara hluti af því sem þarf til að reka kúabú og öll þessi tæki þurfa endurnýjun, varahluti, smurningu, sum ganga fyrir olíu og allt hefur þetta hækkað í verði. Bændabýli eru framleiðslu- fyrirtæki en ráða ekki verði framleiðslu sinnar, þeim er í raun skammtaðar tekjur eins og launþegum.  Ef einhver hefur haldið að hey sé það eina sem þarf til að mjólk verði til þá er það eins og halda að togarafloti íslendinga sé útbúin veiðistöngum og háfum.Sammála þessu meðrekstrarkostnað heimilanna, bara bændanna líka.  

Hansína Hafsteinsdóttir, 9.7.2009 kl. 20:53

13 identicon

Til fróðleiks:

Til að grasið spretti og úr verði hey þarf rándýran innfluttan áburð, vélar til að bera á, slá, þurrka, rúlla, pakka, keyra heyrúllurnar heim og gefa þær. Dráttarvélarnar ganga fyrir innfluttri olíu. Rúlluplastið er líka framleitt úr olíu.

 Ég er bóndi og þá daga sem hér er bara unnið 6 tíma á dag finnst okkur að við séu i fríi. Það er þegar aðeins er mjólkað og gefið. Kýr eru mjólkaðar tvisvar sinnum á dag, kvölds og morgna. Það eru ekki margir dagar ári sem ekkert þarf annað að gera en mjólka.

Kveðja úr sveitinni

Guðrún Lárusdóttir (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 23:34

14 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Allt þetta út af einni kusu

Jón Snæbjörnsson, 9.7.2009 kl. 23:59

15 Smámynd: Finnur Bárðarson

og kusan varð að Þorgeirsbola

Finnur Bárðarson, 10.7.2009 kl. 11:41

16 Smámynd: Sigurjón

Ekki nóg með það, heldur geta bændur ekki tekið sér frí, nema borga einhverjum til að mjólka fyrir sig á meðan, á hærri launum en þeir eru sjálfir.  M.ö.o. er ekki nóg með að bændur geti ekki tekið sér frí á launum, heldur þurfa þeir beinlínis að borga fyrir að taka frí!  Takið það og troðið í pípuna ykkar...

Sigurjón, 10.7.2009 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband