Ljúkum kreppunni strax

babycry.jpgÉg er alveg búinn að fá nóg af þessari kreppu. Kreppu sem enginn vill losa okkar undan, ekki einu sinni stjórnvöld. Eftir að að hafa leitað fanga víða m.a. í bloggheimum blasir lausnin við: Lækka skatta, hækka laun, skapa þúsundir nýrra starfa, auka útflutning, stórauka hvalveiðar, skrúfa niður verðbólguna, færa vexti niður í 0%, afskrifa öll lán og afnema verðtryggingu. Af hverju vilja stjórnvöld ekki sjá þessar einföldu lausnir? Íslendingar hljóta að geta fixað þetta allt á einum degi ef Guði tókst að skapa heiminn á sjö dögum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Finni minn.

Ég slæst í för með þessari tillögu. Stuðningsmaðuir NR.1

Kær kveðja Óþrjótandi gleði og óþrjótandi kærleikur.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 16:03

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þér verður ríkulega umbunað Þórarinn fyrir að vera 1. stuðningsmaður :)

Finnur Bárðarson, 29.5.2009 kl. 16:05

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Má ég vera númer 2  ?

Baldur Hermannsson, 29.5.2009 kl. 16:23

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

fæ kanski að hanga í "skottinu" á Baldri sem númer 3

Jón Snæbjörnsson, 29.5.2009 kl. 16:26

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Velkominn Baldur þér verður líka umbunað ríkulega, þú gætir t.d. strax farið að kíkja á nýtt golfsett de Luxe :)

Finnur Bárðarson, 29.5.2009 kl. 16:27

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Í röðina piltar, fyrstir koma fyrstir fá. Þið eruð Grand de Luxe klassanum.

Finnur Bárðarson, 29.5.2009 kl. 16:28

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Maður sem hefur ekið Trabant de Luxe lítur náttúrlega ekki við öðru golfsetti en de Luxe.

Baldur Hermannsson, 29.5.2009 kl. 16:32

8 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hér er kominn vísir að nýrri útrásargrúppu. Jón fram með bátinn, Baldur í stafni og vísar veginn. Þórarinn sér um útreikningana og ég niðri í lúkar með kampavínið og gullduftið ofan á brauðið.

Finnur Bárðarson, 29.5.2009 kl. 16:33

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég var að því kominn að munstra mig inn þegar ég rak augun í það hver ætti að vera í stafni og vísa veginn.

Nú legg ég bara hendurnar fram á borðið og segi eins og maðurinn forðum þegar hann skýrði frá strandinu: Guð blessi Ísland!

En auðvitað eru þessar nýju tillögur þínar Finnur um viðreisn efnahags - og atvinnulífs þjóðarinnar óbilandi.

Og auðvitað dauðlangar mig í kampavínið.

Árni Gunnarsson, 29.5.2009 kl. 16:56

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nei, ég vil heldur sitja aftur í skut og kyrja ættjarðarljóð.

Baldur Hermannsson, 29.5.2009 kl. 16:56

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Við sjanghæjum Árna eins og gert var í gamla daga þegar vantaði háseta. Hann skrúbbar dekkið og ber í okkur kaffi og kruður.

Baldur Hermannsson, 29.5.2009 kl. 16:58

12 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Sammála þessari leið, ég vil líka auglýsa eftir flinkum krísustjórnanda og rífa okkur upp úr þessu.

Legg líka til að þeir sem vinna hörðum höndum 12 tíma eða meira á dag fái skattaafslátt hef reyndar enga hugmynd um hvernig hægt væri að fylgjast með því. 

Þóra Guðmundsdóttir, 29.5.2009 kl. 16:59

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kona, farðu niður og brasaðu eitthvað oní áhöfnina, til hvers heldurðu að þú sért hérna?

Baldur Hermannsson, 29.5.2009 kl. 17:02

14 Smámynd: Finnur Bárðarson

Málið er leyst Árni, Baldur fer aftur í skut og þú fram í. Gott að fá þig um borð Þóra og auðvitað fá allir að vaða í kampavínið en gullflögurnar eru búnar.

Finnur Bárðarson, 29.5.2009 kl. 17:10

15 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Flott áhöfn,, held það hafi verið MS Skjaldbreið sem strandaði eða tók aðeins niður i Eyjafirðinum i kringum 1970, í sjórétti eru margir úr áhöfn kvaddir til "vitnis" td hann Bjössi "elska" um ástæðu strandsins í sjóréttinum kom fram hjá Bjössa "elsku"

Bjössi "elsku" svaraði dómaranum í sjórétti er sá síðarnefndi  spurði Bjössa "elsku" hvort hann hefði einhverja hugmynd um hvað gæti hafa valdið strandinu, svarið: of lítið vatn undir skipinu "elskan" mín

svona er sennilega ástandið hjá okkur í dag, MS Skjaldbreið var dreginn af strandstað og vonandi tekst okkur að draga "okkar" skip á frían sjó á ekki svo löngum tíma

Jón Snæbjörnsson, 29.5.2009 kl. 18:47

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Var það ekki þá sem stýrimaðurinn ruglaðist á gráðunum? Tók 30° fyrir 330° eða eitthvað í þeim dúr.

Vinstri stjórnin er líka rugluð í gráðunum og á ekki að stýra skipi?

Baldur Hermannsson, 29.5.2009 kl. 18:53

17 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Einmitt Baldur gráðurnar ;) allavegana vantaði vatn undir skipið svo það flyti - erum við ekki að nálgast það að slæða botninn frekar, svona eins og Robbi vinur í Mallorka í den, vildi purfa sjóskíð aftani ofur-spíttbát, og náttúrulega datt hann, vildi þó ekki sleppa takinu á enda búinn að borga í topp og drógst níður á botn á 30 sjómílum og stórskemmdi þessi líka fínu veiðisvæiði fyrir heimamenn.

Jú nálgumst við botninn sem verður slæddur

Jón Snæbjörnsson, 29.5.2009 kl. 19:11

18 Smámynd: Finnur Bárðarson

Jæja Jón kominn um borð og stýrir og mér er létt. Er að sækja um svissneskan ríkisborgararétt fyrir okkur öll.

Finnur Bárðarson, 29.5.2009 kl. 19:21

19 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Fallegt í Sviss, var ekki hún Heidi litla það ásamt afa sínum - nú og svo allt súkkulaðið maður hojaaaa

Jón Snæbjörnsson, 29.5.2009 kl. 19:28

20 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

það = þar

Jón Snæbjörnsson, 29.5.2009 kl. 19:29

21 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ég ætla ekki að vera taglhnýtingur á skipinu, annað hvort verð ég skipherra (skipherfa skv. Stormsker) og þið þjónustið mig á alla enda og kanta strákar og við kaupum meira af gullflögum út í kampavínið fyrir ríkisfé, annars verð ég ekki memm. Hvað segið þið um ms. skutla?

Rut Sumarliðadóttir, 29.5.2009 kl. 19:29

22 Smámynd: Baldur Hermannsson

Rut þó! Kona á þínum aldri ætti nú að þekkja betur stöðu kvenna um borð. Niður í lúkarinn stelpa og beint á kabyssuna!

Baldur Hermannsson, 29.5.2009 kl. 19:32

23 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

man eftir tveim á fiksibát sem voru á sitthvorri vaktinni en notuðu sömu tennurnar  

nú þarf að spara

Jón Snæbjörnsson, 29.5.2009 kl. 19:34

24 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

er annar kom upp úr lúkarnum snaraði úr sér tönnunum, hinn tók við rak upp í sig, sleikti góminn hmm nú "saltkjöt" í matinn

Jón Snæbjörnsson, 29.5.2009 kl. 19:36

25 Smámynd: Finnur Bárðarson

Rut má vera með en það er Ólafur Ólafsson sem er græja ríkisborgarréttinn fyrir mig, við erum í fínu bandi eftir að hann kenndi mér trixið aða verða ríkur án þess að þurfa að vinna.

Finnur Bárðarson, 29.5.2009 kl. 19:38

26 Smámynd: Finnur Bárðarson

Sömu tennurnar engar áhyggjur Jón þeir eru með gulltanngarða í Sviss

Finnur Bárðarson, 29.5.2009 kl. 19:40

27 Smámynd: Baldur Hermannsson

En hvers vegna til Sviss? Ekki siglum við þangað. Hefurðu eitthvað á móti Gulleyjunni?

Baldur Hermannsson, 29.5.2009 kl. 19:58

28 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

babycry.jpg

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 29.5.2009 kl. 20:29

29 Smámynd: Baldur Hermannsson

Alltaf fjölgar stelpunum um borð. Verðum við ekki að fara að setja einhverjar reglur?

Baldur Hermannsson, 29.5.2009 kl. 20:34

30 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sviss, hafið þið keyrt fjallvegina þar? Úff, vestfirðir hvað.

Baldur, skamm, skamm aldrei að tala um aldur innan um svona fínar dömur eins og mig!

Rut Sumarliðadóttir, 29.5.2009 kl. 20:36

31 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Nýtt útrásarævintýri?

Maður er nú farinn að þekkja þetta -aðgangur ókeypis en síðan þarf að borga sig út!.

Ólafur Eiríksson, 29.5.2009 kl. 20:56

32 Smámynd: Baldur Hermannsson

Rut, elskan mín, ég meinti nú bara að þú ert komin á giftingaraldurinn

Baldur Hermannsson, 29.5.2009 kl. 21:10

33 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þetta fer að verða flókið Baldur, og Ólafur það er en nýtt ævinýri í augsýn fyrir útvalda .En ég fullvissa þig um að það, þú þarft ekki að borgað nokkuð nema til mín.Ólafur kenndi mér þetta.

Finnur Bárðarson, 29.5.2009 kl. 21:11

34 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

er þetta Ólaf... sjálfur

Jón Snæbjörnsson, 29.5.2009 kl. 21:14

35 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Hemm, svona rúmlega mannbær, ætli þetta sé svona Fraudina slip með rúmlega?

Rut Sumarliðadóttir, 29.5.2009 kl. 21:17

36 Smámynd: Baldur Hermannsson

Shit, er Finnur kafteinn kominn í vondan félagsskap?

Baldur Hermannsson, 29.5.2009 kl. 21:17

37 Smámynd: Finnur Bárðarson

ekki Ólafur Ragnar Jón :)

Finnur Bárðarson, 29.5.2009 kl. 21:18

38 Smámynd: Finnur Bárðarson

Baldur: Ekki Ólafur Ragnar, hann fengi adrei pláss á víkingaskipinu því máttu trúa

Finnur Bárðarson, 29.5.2009 kl. 21:19

39 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

neeei vissi það svosem Finnur sá er Ólaf u r

Jón Snæbjörnsson, 29.5.2009 kl. 21:22

40 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Þessi sigling er vissulega freistandi Finnur, sigla til Sviss út úr kreppunni. Ég gæti jafnvel orðið að liði, ég á frænda í Sviss sem er barnalæknir, það hentar vel með svo unga áhöfn ef við verðum ekki mjög lengi á leiðinni.

Ólafur Eiríksson, 29.5.2009 kl. 21:22

41 Smámynd: Baldur Hermannsson

Finnur, ég vil að Rut skipsþerna þjóni mér til sængur. OK ?

Baldur Hermannsson, 29.5.2009 kl. 21:22

42 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

við komum eitt sinn til Horsens i danmark, strákarnir höfðu keypt sér svona hiss "kellingu" (svona með lofti í) nú komum í höfn tollarar um borð og þeir fengu toll út á "dúkkuna" man ekki nafnið á "hissa dúkkuni" ekki það ég sakni hennar neitt, bara datt´etta svona í hug þar sem verið er að skoða munstrun á "meyjum" á skútuna

Jón Snæbjörnsson, 29.5.2009 kl. 21:26

43 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það var hún underbara uppblåsbara Barbara sællar minningar....

Baldur Hermannsson, 29.5.2009 kl. 21:30

44 Smámynd: Finnur Bárðarson

Samþykki allar kröfur Baldur kröfuhafa. Jakobína það gengur ekki að fær myndina mína niður um nokkur þrep, ég vil heyra mælt mál.

Finnur Bárðarson, 29.5.2009 kl. 21:48

45 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Ég fann að aðalvélin var ræst, þetta voru tæpir fjórir á Richter.

Ólafur Eiríksson, 29.5.2009 kl. 21:56

46 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

illa hituð olia Ólafur - ekki hræða mannskapinn

Jón Snæbjörnsson, 29.5.2009 kl. 22:00

47 Smámynd: Finnur Bárðarson

Jón er skipstjórinn, en Ólafur, góð ábending

Finnur Bárðarson, 29.5.2009 kl. 22:37

48 Smámynd: Arnar Bergur Guðjónsson

Já ég er bara algjörlega sammála þessu

bara hreinsa allt í burtu og byrja með ný spil.

fyrri gjöf var illa gefin....

Arnar Bergur Guðjónsson, 30.5.2009 kl. 01:08

49 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nú er ekki Finnur kafteinn? Hvað ætlar hann að vinna um borð? Siglingafræðingur?

Baldur Hermannsson, 30.5.2009 kl. 01:13

50 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Vil vera með.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 30.5.2009 kl. 02:59

51 Smámynd: Baldur Hermannsson

Húrra, Sólveig mætt með pokann sinn, alltaf verður þetta betra og betra! (fjölmenni við kabyssuna)

Baldur Hermannsson, 30.5.2009 kl. 06:06

52 Smámynd: Finnur Bárðarson

Treysti Jóni best, ég verð með svona innra eftirlit, úr lúkarnum. Sólveig fær sko að vera með.

Finnur Bárðarson, 30.5.2009 kl. 12:09

53 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

takk fyrir traustið Finnur, gott að hafa einn klárann í lúkarnum - þetta er þannig "skip" að pláss er fyrir alla sem hafa áhuga - spurning hvort við þurfum ekki að skvera bátinn fyrir komu til Sviss, hér vinna allir sem einn, ef við hjálpumst öll að við "baksið" þá náum við þessu réttum tíma

Jón Snæbjörnsson, 30.5.2009 kl. 14:29

54 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þú ert sjálfskipaður var farinn að halda að mér væri orðið ofaukið, en þá reddar þú mér með því að nefna nauðsyn á lúkarsmanni :)

Finnur Bárðarson, 30.5.2009 kl. 15:02

55 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

hehe góður

Jón Snæbjörnsson, 30.5.2009 kl. 16:29

56 Smámynd: Pétur Steinn Sigurðsson

Þetta er snildar útfærsla og getur bara ekki verið einfaldara í framkvæmd, get ég fengið pláss á skútunni sem kyndari?

Pétur Steinn Sigurðsson, 30.5.2009 kl. 17:47

57 Smámynd: Finnur Bárðarson

Velkominn um borð Pétur, kampavínið er í lúkarnum ef þú vilt og já okkur vantar kyndara.

Finnur Bárðarson, 30.5.2009 kl. 17:49

58 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Pétur stendur sig vel sem kyndari, allavega hætti jörð að skjálfa hér á suðurlandinu eftir að hann var munstraður í vélarrúmið. 

Ólafur Eiríksson, 30.5.2009 kl. 23:44

59 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ólafur þú ert maður mér að skapi

Finnur Bárðarson, 30.5.2009 kl. 23:55

60 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Finnur, hér er gott að vera og félagsskapurinn hreint fyrirtak! :)

Ólafur Eiríksson, 31.5.2009 kl. 00:58

61 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Mér líst vel á þessar hugmyndir.

Sigurður Þórðarson, 31.5.2009 kl. 01:44

62 Smámynd: Offari

Veit einhver um takkann sem slekkur á kreppuni?

Offari, 31.5.2009 kl. 12:10

63 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Stolt siglir fleyið mitt stórsjónum á.... sterklegur skrokkurinn vaggar til og frá...... Líf okkar allra og limi það ber ...

Falleg áhöfn "krakkar" - 7 dagar í Sjómannadag


Jón Snæbjörnsson, 31.5.2009 kl. 12:20

64 Smámynd: Baldur Hermannsson

Er ég staddur í himnaríki? Stolt siglir fleyið mitt - og kafteinninn í brúnni syngur við raust! Það vildi ég að þetta hamingjuskip væri sjálf þjóðarskútan. En með leyfi að spyrja: hvar eru útrásarkapparnir geymdir? Eru þeir að mata kjölsvínið?

Baldur Hermannsson, 31.5.2009 kl. 12:39

65 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þessi fjandans hnappur Offari hef ekki fundið hann. Sigurður: Það er merkilegt að engir nema vesælir bloggarar skulu sjá þetta. Jón: Kraftmiklar ljóðlínur sem hleypa krafti í mann. Baldur: Við munum dauðhreinsa kjölinn af allri óværu, já og ef þetta væri ljóð um ástand þjóðarinnar í dag þá væri gaman að lifa.

Finnur Bárðarson, 31.5.2009 kl. 15:00

66 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ég er nokkuð viss um að ef við stöndum saman sem vinir og félagar þá tekur (þolir) báturinn áföllin, við stöndum ölduna og pössum upp á hina sem eru ekki jafn öruggir og við hin, einhverjir kunna að fá þetta sem kallað er sjóveiki, aðrir sleppa við þann gest, komum bátnum í "örugga" höfn

Baldur, það er okkar að búa til núna

Jón Snæbjörnsson, 31.5.2009 kl. 22:14

67 Smámynd: Finnur Bárðarson

Undir þinni stjórn Jón þá er allt í öruggum höndum

Finnur Bárðarson, 31.5.2009 kl. 22:40

68 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Finnur, þetta gerum við öll saman er það ekki - verum öll þeir eða þau sem stýrum

Jón Snæbjörnsson, 1.6.2009 kl. 00:07

69 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sem sagt: stjórnleysi. Ég vil ekki hlusta á svona lýðræðiskjaftæði. Ég er orðinn leiður á lýðræði. Bindið Jón í brúna og látið helvítið stjórna.

Baldur Hermannsson, 1.6.2009 kl. 00:10

70 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

góður Baldur rólegur

Jón Snæbjörnsson, 1.6.2009 kl. 04:03

71 identicon

"..Kreppu sem enginn vill losa okkar undan, ekki einu sinni stjórnvöld..."

Bankarnir fóru eða hrundu , en við eigum sem sagt að borga fyrir þetta bankahrun (og/eða kreppu), og syðja þessa nýju banka í því setja okkur sjálf í annað eins allsherjar hrun, er eitthvað réttlæti í þessu?

 Við eigum að styðja eitthvað sem á síðan að vera í því að setja okkur sjálf á hausinn.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 11:31

72 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þorsteinn færslan var skrifuð í háði. En auðvitað er þetta rétt sem þú segir.

Finnur Bárðarson, 1.6.2009 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband