Svona talar maður ekki við íslenska embættismenn

angry.jpgEmbættismönnum í ráðuneytum efnahagsmála er brugðið. Josefsson hinn sænski á það til að reiðast á fundum, birsta sig og það sem er enn verra, tala tæpitungulaust. Íslensku embættismennirnir eru ekki vanir slíku. Þeim er brugðið og þeir eru hneykslaðir. Þeir hafa alla tíð staðið í þeirri trú að þeir væru að vinna að málum sem varðaði söfnunarbauka í einhverjum smákirkjum landsins og slíkt kallar ekki á neinn ofsa.
mbl.is Tafir á uppskiptingu milli nýju og gömlu valda titringi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehe, maður að mínu skapi. Vinur minn sem starfar við erlendan háskóla sagði mér frá enskum lord sem var sérfræðingur í sambandi við vísindaverkefni og var kallaður til að leiðbeina hálærðum doktorum - lordinn tók þetta hrokafulla lærdómslið svoleiðis á beinið, hæddi þá og rassskellti fyrir allra augum - það dugar ekkert annað á liðið, og eins er það með vora ástkæru embættismenn. Rosalega hafa þeir gott af þessu.

Baldur Hermannsson, 26.5.2009 kl. 14:43

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég hefði vilja sjá og heyra Jósefsson hella sér yfir liðið. Sakna mergjaðra sænskra formælinga sem ég þekki vel til. Íslensk blótsyrði hljóma eins og englasöngur í samanburði við það ?

Finnur Bárðarson, 26.5.2009 kl. 14:49

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jävlar anamma - fördömta skitstövlar!

Baldur Hermannsson, 26.5.2009 kl. 15:11

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Akkúrat!! he, he, he, hressandi að fá einn svona :) Din förbannade jävla möghög

Finnur Bárðarson, 26.5.2009 kl. 15:19

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Å håll kjäften du förbannade horebukk!

Baldur Hermannsson, 26.5.2009 kl. 15:38

6 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Jævla skit (skítamergur?)! Man ekki meira úr sænskunni og örugglega vitlaust skrifað í þokkabót.

Rut Sumarliðadóttir, 26.5.2009 kl. 17:44

7 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það er af mörgu að taka í sænskunni, ekki nema von að embættismenn hrökkvi í kút.

Finnur Bárðarson, 26.5.2009 kl. 20:29

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Svo er á hitt að líta að Svíar eru mestu stillingarljós, það hvorki drýpur af þeim né dettur, svo það er engin furða þótt manni bregði þegar þeir loksins skipta skapi!

Baldur Hermannsson, 26.5.2009 kl. 20:48

9 Smámynd: Finnur Bárðarson

Baldur Þeir láta í sér heyra þegar þurfa þykir þess á milli eins og lömb. En þá er ekkert amen

Finnur Bárðarson, 26.5.2009 kl. 22:22

10 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Við hina móðguðu íslensku embættismenn vil ég segja þetta:

"Welcome to the real world"....... did you enjoy your vacation?

Jenný Stefanía Jensdóttir, 27.5.2009 kl. 01:15

11 Smámynd: Hlédís

Ef þeir hefðu nú bara verið í smá pásu!

Strákar 2 og Rutveltu sér upp úr sænsku bölvi! Leitt er til að vita, ef íslenskunni hefur hrakað mjög á því sviði. Segja mætti mér að Ammríkanísering spili þar inn. -  Nú er nóg að tvinna þessum fáu amerísku F***-orðum sem menn kunna - og íslensk kjarnyrði fyrnast!

Hlédís, 27.5.2009 kl. 11:29

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hlédís, við Finnur erum annálaðir séntilmenn og þegar við blótum þá gerum við það bara á útlensku og helst latínu því við viljum ekki særa viðkvæmar sálir.

Baldur Hermannsson, 27.5.2009 kl. 12:17

13 Smámynd: Hlédís

Baldur - alveg vissi ég þetta um ykkur Finn.  Latína er talsvert öruggari, ef hlífa á viðkvæmum. Pubullinn kann oft e-t sænskuhrafl.

Hlédís, 27.5.2009 kl. 12:25

14 Smámynd: Finnur Bárðarson

Jenný: Þeir skilja ekki alvöru veröld. þeir eru áfram í fríi. Hlédís: Íslenskan hefur lítið upp á bjóða upp á í þessum efnum t.d. með norðlenskum hreim: "Haltu kjafti bölvaður púkinn þinn" verður vart hallærislegra.

Finnur Bárðarson, 27.5.2009 kl. 14:53

15 Smámynd: Hlédís

Börnin mín!

Íslenskan er skáldamál og á vissulega ríkulegan orðaforða á umræddu sviði. Þið hljótið að hafa alist upp hjá ofur-kurteisum Íslendingum og ekki kynnst ruddamálfari fyrr en komust til útlanda ;)

Hlédís, 27.5.2009 kl. 15:07

16 Smámynd: Finnur Bárðarson

Trúlega rétt hjá þér Hlédís

Finnur Bárðarson, 27.5.2009 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband