Ögmundur fer að vilja heimamanna

LansinnMér sýnist að Ögmundur sé búinn að afturkalla allar niðurskurðartillögur forvera síns, Guðlaugs Þórs, í heilbrigðiskerfinu. Ögmundur segist fara að vilja heimamanna og afturkallar allar hugmyndir um sameiningu heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni. Eðlilega vilja heimamenn ekki niðurskurð í heilbrigðiskerfinu, það vill enginn. Mér er ekki kunnugt um að Ögmundur hafi spjallað við heimamenn í Reykjavík og kynnt sér vilja þeirra þegar niðurskurður á LSH var ákveðinn. Þegar upp verður staðið verður það trúlega Landspítalinn sem mun bera allar sparnaðarbyrgðarnar, eins og alltaf áður.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband