Jæja ætlar Hæstiréttur að standa með þjóðinni loksins?

Greinilega samkvæmt þessum úrskurði. Batnandi er best að lifa. Ég bjóst við hinu gagnstæða. En merkilegt að að Jón Steinar skuli ekki skila séráliti.
mbl.is Gæsluvarðhald staðfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Ha, var það ekki einmitt Jón Steinar sem skilaði sérálitinu? Einn á móti tveimur?

Magnús Óskar Ingvarsson, 10.5.2010 kl. 21:03

2 identicon

Hæstiréttur á ekki að standa með þjóðinni, heldur með lögunum og réttlætinu. Að standa með þjóðinni er hlutverk stjórnmálamannanna.

Jón G. (IP-tala skráð) 10.5.2010 kl. 21:14

3 identicon

Þetta eru útúrsnúningar hjá þér Jón G.

Dómarar standa með lögunum en við vitum öll að réttlæti og lög eru ekki alltaf það sama. Það er augljóst að þessir menn og fleiri eru sekir um hrun þjóðarbúsins. Ef það er samt ekki löglegt þá hlýtur það að vera risakjaftshögg fyrir fólkið í landinu sem er að borga með þrældómi og verri hlutum fyrir þessa kóna.

Auk þess skal muna að ef það eru pólitíkusar sem eiga að standa með þjóðinni þá er það líka ekki þeirra að velja dómara í embætti. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Þeir hafa einmitt gert það í stórum stíl.

Með það að leiðarljósi þá eru pólitískt valdir dómarar ekki hæfir í málum sem eru að hluta til pólitísk.

Már (IP-tala skráð) 10.5.2010 kl. 22:10

4 Smámynd: Polli

Jón Steinar er bara rakki íhaldsins og hefði aldrei átt að stíga inn fyrir dyr Hæstaréttar sem dómari. Ráðning hans var bara svívirða og kjaftshögg á þjóðina. Sama á við ráðningu Ólafs Barkar. Spilling upp á 10.

Polli, 10.5.2010 kl. 22:16

5 identicon

Már,

það sem ég á við er þetta: Dómarar eiga að standa með þjóðinni í þeim skilningi að þeir dæmi samkvæmt þeim lögum sem þjóðin hefur sett sér. Þeir eiga hins vegar ekki að "standa með þjóðinni" í þeim skilningi að þeir láti geðþótta almenningsálitsins ganga lögunum framar.

Jón G. (IP-tala skráð) 10.5.2010 kl. 22:35

6 identicon

Að fordæma sérálit, sem maður hefur ekki lesið, ber ekki sérlega mikið vitni um gagnrýna hugsun.

Jón G. (IP-tala skráð) 10.5.2010 kl. 22:58

7 Smámynd: Finnur Bárðarson

Jón, fordæma sérálit, hvers eðlis kann þetta serálit að vera ? Of hart gengið gangnvart hvíitflibbum ?

Finnur Bárðarson, 10.5.2010 kl. 23:05

8 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Sérálit og ekki sérálit. Það vekur "furðu" að hæstaréttardómari teljist yfirleitt hæfur til að dæma mál sem fyrrverandi meðeigandi að lögmannstofu flytur. Ef það er ekki vanhæfi er vanhæfi ekki til. Ísland í hnotskurn!

Guðmundur St Ragnarsson, 11.5.2010 kl. 01:10

9 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Þarna var ekki um að ræða háskólaprófessora sem nauðguðu börnunum sínum.

Slíkir eru í sérflokki.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 11.5.2010 kl. 04:00

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú segir nokkuð Guðmundur! Er þetta tilfellið?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.5.2010 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband