Dýraníðingar

Sumum fjárbændum finnst það sjálfsagt að gelda hrútana sína án deyfingar af því að þeir tíma ekki að borga dýralækni fyrir deyfingu. Enginn þarf að velkjast í vafa um hver líðan dýranna er meðan á þessari viðbjóðslegu aðgerð stendur. Ég vil gjarnan vita hverjir þessir dýraníðingar eru. Svona einstaklinga á að lögsækja

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kama Sutra

Það verður að segjast eins og er að Ísland er stundum afar frumstæð þjóð hvað dýravernd varðar.  Ég bjó erlendis á annan áratug og hef því samanburð.  Dýraníð hér á landi er stundum látið gott heita og oft ekkert - eða seint og illa - tekið á málum þeirra sem brjóta dýraverndarlög.

Kama Sutra, 15.3.2010 kl. 20:01

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég er sammála þér Kama Sutra alltaf :)

Finnur Bárðarson, 15.3.2010 kl. 20:39

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það hafa komið upp ótrúlega mörg mál undanfarin ár þar sem bændur hafa orðið uppvísir af illri umhirðu á sínum búfénaði. En það sorglegasta er hvernig á þeim málum er tekið, frestir á fresti ofan eru veittir og málunum þvælt fram og aftur um skúffur kerfisins. Á svona málum þarf að taka af festu og það strax og upp kemst.

En sem betur fer eru svona ómenni undantekningar, mikill meirihluti bænda hugsar um sinn búsmala af alúð og umhyggju.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.3.2010 kl. 11:45

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Axel: Alveg sammála að þetta er minnihluti (eða það vona ég) En hroðalegt er það

Finnur Bárðarson, 16.3.2010 kl. 13:36

5 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Á frændur sem eru bændur og myndu aldrei fara svona með sinn fénað.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 18.3.2010 kl. 04:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband